Rúnar Gissurarson varði mark Njarðvíkinga í 3-0 tapi gegn Kórdrengjum í Safamýrinni í kvöld. Hann mætti í viðtal við blaðamann eftir leik og ræddi sín fyrstu viðbrögð eftir leik.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 - 0 Njarðvík
„Við vorum bara lélegir. Við erum að gefa þeim tvö mörk snemma í leiknum og þá verður þetta erfitt á móti svona góðu liði eins og Kórdrengjunum. Við höfum ekkert efni á að vera að gefa þetta svona frá okkur í fyrri hálfleik."
Rúnar gerðist sekur um slæm mistök í fyrsta marki Kórdrengja. Hvernig upplifði hann atvikið? „Heyrðu, það kom svolítið krefjandi bolti frá Marc til baka, smá flökt á honum. Ég ætlaði að reyna að taka á móti honum en það gekk ekki nógu vel. Albert var klókur."
Ákveðið jafnræði var með liðunum en Njarðvíkingar voru kannski sjálfum sér verstir með óþarfa mistökum. Rúnar tók undir það mat blaðamanns.
„Þeir voru passívir til baka. Ég veit ekki hvað Einar Orri hefur skallað marga bolta í burtu og við náðum ekkert að opna þá. En við bara gírum okkur upp. Það er stutt í næsta leik. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk."
Athugasemdir