Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 02. júlí 2020 23:26
Gylfi Tryggvason
Rúnar Gissurar: Við gefum þeim tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Gissurarson varði mark Njarðvíkinga í 3-0 tapi gegn Kórdrengjum í Safamýrinni í kvöld. Hann mætti í viðtal við blaðamann eftir leik og ræddi sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

„Við vorum bara lélegir. Við erum að gefa þeim tvö mörk snemma í leiknum og þá verður þetta erfitt á móti svona góðu liði eins og Kórdrengjunum. Við höfum ekkert efni á að vera að gefa þetta svona frá okkur í fyrri hálfleik."

Rúnar gerðist sekur um slæm mistök í fyrsta marki Kórdrengja. Hvernig upplifði hann atvikið? „Heyrðu, það kom svolítið krefjandi bolti frá Marc til baka, smá flökt á honum. Ég ætlaði að reyna að taka á móti honum en það gekk ekki nógu vel. Albert var klókur."

Ákveðið jafnræði var með liðunum en Njarðvíkingar voru kannski sjálfum sér verstir með óþarfa mistökum. Rúnar tók undir það mat blaðamanns.

„Þeir voru passívir til baka. Ég veit ekki hvað Einar Orri hefur skallað marga bolta í burtu og við náðum ekkert að opna þá. En við bara gírum okkur upp. Það er stutt í næsta leik. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk."
Athugasemdir
banner