

Fanndís í baráttu gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn. Hún segist hafa verið pirruð yfir að vera ekki í byrjunarliðinu en ákvað að koma af krafti inná.
„Við fórum yfir Slóvakíu á fundi áðan og ég er spennt. Það var gaman síðast og verður ennþá skemmtilegra á mánudaginn," sagði Fanndís Friðriksdóttir við Fótbolta.net um helgina.
Horfðu á viðtalið í heild í sjónvarpinu að ofan
Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í dag en liðið vann 4 - 1 sigur á Ungverjalandi á fimmtudagskvöldið.
„Það er alltaf erfitt að spila á móti svona liðum þegar maður á að vera betri. Ég held að þetta verði svipaður leikur og var á fimmtudaginn. Það getur allt gerst en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur."
Jón Þór Hauksson tók við þjálfun íslenska liðsins síðasta vetur og leikurinn á fimmtudaginn var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Hann lét Fanndísi byrja á bekknum þá.
„Auðvitað var ég pirruð að vera ekki inná en þetta er svona hlutur sem maður stjórnar ekki. Það eina sem maður getur gert er að sýna það í frammistöðu og ég var ákveðin í að þegar ég myndi koma inná þá kæmi ég inná til að skipta máli. Mér fannst ég, Svava og Margrét gera það mjög vel. Maður ræður ekki öllu," sagði Fanndís.
„Það er ekkert annað sem maður getur gert, þjálfarinn velur og hann ræður og maður þarf að nýta tækifærið þegar það kemur og ég ætlaði mér sannarlega að gera það. Það verður hausverkur fyrir hann að velja liðið gegn Slóvakíu. Við komum þrjár inná og stóðum okkur vel og þær sem byrjuðu inná stóðu sig ekki illa. Þetta verður hausverkurinn hans."
Í íslenska hópnum eru nokkrir ungir leikmenn sem eru að koma upp og staðan er orðin þannig að Fanndís telst með eldri leikmönnum.
„Við vorum einmitt að ræða það hérna að í Val er ég í miðjuliðinu því það eru alvöru gamlar konur þar. En hérna er ég í elsta liðinu og það er bara gaman."
Leikurinn gegn Slóvakíu fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir