Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 03. febrúar 2025 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Malacia á leið til PSV
Mynd: EPA
Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia er á leið til PSV Eindhoven á láni frá Manchester United en hollenski miðillinn VI segir frá þessu í dag.

Malacia var nálægt því að ganga í raðir Benfica á dögunum en félögin náðu ekki samkomulagi og varð því ekkert af skiptunum.

VI segir að Malacia sé nú við það að ganga í raðir PSV á láni út tímabilið.

Þessi 25 ára gamli leikmaður á að spila stóra rullu restina af tímabilinu en PSV stefnir að því að vinna hollenska titilinn annað árið í röð.

Tími hans hjá United hefur einkennst af miklum meiðslum síðan hann kom frá Feyenoord fyrir þremur árum og aðeins spilað 47 leiki í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner