Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 03. júlí 2020 23:12
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Það eru fullt af góðum liðum í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var sáttur með sína menn að leikslokum í Safamýrinni í kvöld

„Bara mjög sáttur að við að ná að klára þetta, fá 3 stig og halda hreinu. En Afturelding virkilega öflugir og erfiðir í dag, en við silgdum þessu heim og fyrst og fremst sáttur með það."

Fram þurfti að gera 2 breytingar strax í fyrri hálfleik en þeir Alex Freyr Elísson og Aron Kári Aðalsteinsson fóru báðir meiddir af velli og var Nonni spurður út í stöðuna á þeim.

„Það eru 2 leikmenn í fyrri hálfleik sem fara útaf meiddir, það var annarsvegar snúningur á ökla og hitt var högg held ég eða hvort það hafi verið einhver smá tognun. það verður bara að koma í ljós á morgun."

Þórir Guðjónsson var í leikmannahópi Fram í kvöld og kom inn á undir lokin og segir Nonni hann vera búin að glíma við smá meiðsli.

„Hann er bara búin að vera glíma við smá meiðsli og búin að vera í þessari viku að koma sér til baka og við vildum ekki taka neinn séns með hann, en ákvaðum síðasta korterið að nýta hans krafta og hann gerði það fyrir okkur."

Framarar heimsækja Víking Ólafsvík í næstu umferð og var Nonni spurður hvernig sá leikur leggst í hann.

„Það er bara enn of aftur erfiður leikur, það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og úrslitin í deildinni segja manni það að það geta allir unnið alla í raun og veru þannig við þurfum að taka stöðuna á okkar mannskap á morgun og Mánudaginn og vera þá tilbúnir á Þriðjudaginn með þeim sem eru tiltækir að fara inn í hörkuleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner