Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 23:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Grímsi: Staðurinn og stundin setur þetta mark á toppinn
'Ég fann um leið og ég tók snertinguna að það væri eitthvað að fara að gerast'
'Ég fann um leið og ég tók snertinguna að það væri eitthvað að fara að gerast'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ástæðan fyrir þessari frammistöðu er sennilega bara hugarfarið, að vilja leggja sig nógu mikið fram, eitthvað sem við mættum tileinka okkur aðeins oftar'
'Ástæðan fyrir þessari frammistöðu er sennilega bara hugarfarið, að vilja leggja sig nógu mikið fram, eitthvað sem við mættum tileinka okkur aðeins oftar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég kom bara í þennan leik fullur sjálfstrausts, með fulla trú á að við gætum náð í úrslit og allt liðið hafði trú á því'
'Ég kom bara í þennan leik fullur sjálfstrausts, með fulla trú á að við gætum náð í úrslit og allt liðið hafði trú á því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta verður geðveikt fyrir framan okkar fólk á fullum Greifavelli!'
'Þetta verður geðveikt fyrir framan okkar fólk á fullum Greifavelli!'
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er auðvitað mjög góð eins og gefur að skilja. Jöfnunarmark á 90. mínútu á erfiðum útivelli sem gefur okkur helling fyrir seinni leikinn."

Þetta segir Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli gegn Silkeborg í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Silkeborg 1 -  1 KA

Mjög líklega besti leikur liðsins í sumar
„Mér leið mjög vel í leiknum, það voru allir að vinna vel saman sem gerði það að verkum að maður var mjög rólegur allan leikinn og hafði alltaf trú á að við gætum refsað þeim."

„Það er auðvitað mjög erfitt að spila á móti Silkeborg. Þetta er mjög vel spilandi lið, þeir taka góð hlaup og leita alltaf í gegnum miðjuna svo við þurftum að vera þéttir þar. Ástæðan fyrir þessari frammistöðu er sennilega bara hugarfarið, að vilja leggja sig nógu mikið fram, eitthvað sem við mættum tileinka okkur aðeins oftar. Þetta var mjög líklega okkar besti leikur i sumar, frábær frammistaða hjá öllu liðinu."


Allir höfðu fulla trú
Hvernig komstu inn í þennan leik, hafðir þú trú á því að þið mynduð ná í úrslit?

„Ég kom bara í þennan leik fullur sjálfstrausts, með fulla trú á að við gætum náð í úrslit og allt liðið hafði trú á því."

Vissi að hann átti markið inni
Silkeborg tók forystuna á 38. mínútu en KA fékk sénsa til að jafna leikinn og í uppbótartíma tókst það. Grímsi skoraði með frábæru vinstri fótar skoti vinstra megin í teignum, óverjandi fyrir markvörð Silkeborgar.

„Ég vissi að ég ætti þetta inni í leiknum, hafði spilað vel og var búinn að vera nokkuð mikið á boltanum miðað við possession í leiknum og leið fáranlega vel. Ég fann um leið og ég tók snertinguna að það væri eitthvað að fara að gerast. Hann lá fullkomlega fyrir mig."

Uppáhalds markið á ferlinum
Fer þetta ofarlega á lista yfir uppáhalds mörkin á ferlinum?

„Ég væri sennilega að ljúga ef ég myndi segja annað. Staðurinn og stundin setur þetta mark á toppinn," segir Grímsi sem er markahæsti leikmaður í sögu KA og varð með markinu í dag markahæsti leikmaður KA í Evrópuleikum, en markið var hans þriðja Evrópumark. Markið var hans 149. á ferlinum ef mörk í deildarbikar eru talin með.

Þurfa að eiga betri frammistöðu í seinni leiknum
Seinni leikur liðanna fer fram á Greifavellinum eftir átta daga.

„Það verður spennandi og ég er mjög spenntur. Við þurfum að eiga betri frammistöðu en í dag til að fara áfram. Þessi úrslit gefa okkur mikið, en það er hellingur eftir af þessu. Þeir verða líklega særðir og vilja gera allt til að komast áfram. En þetta verður geðveikt fyrir framan okkar fólk á fullum Greifavelli!" segir Grímsi.

Seinni leikurinn hefst klukkan 18:00 þann 31. júlí.
Athugasemdir
banner
banner