„Mér líður bara vel. Góður sigur, þrjú stig og núna þurfum við bara byrja safna stigum í pokan, taka einn leik í einu og koma okkur á gott run." sagði Aron Jóhannsson leikmaður Vals eftir sigurinn á FH í kvöld
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 FH
Valur skoraði tvö og hélt hreinu í fyrsta skiptið síðan 11.mai og var Aron spurður hvort það væri ekki bara draumur.
„Ég segi nú kannski ekki alveg draumur en við lítum á þetta sem bara að núna ætlum við að fara í gang. Við vitum allir hversu magnuðir við erum og við erum mjög gott lið þegar við erum sjálfstraust, berjumst fyrir hvorn annan og núna þurfum við bara byrja að gera það."
Aron Jóhannsson átti flottan leik í holunni fyrir aftan Patrik Pedersen og lagði meðal annars upp annað markið þegar Guðmundur Andri Tryggvason setti hann í netið eftir frábæra sendingu frá Aroni.
„Já, þetta var fínt heilt yfir. Þetta snýst náttúrulega bara um að vinna og við gerðum það og það er bara gott."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.