Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 03. september 2024 15:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á síður von á því að Aron fari út - „Munum ekki standa í vegi fyrir honum"
Aron hefur komið við sögu í fimm leikjum í Lengjudeildinni frá heimkomu. Þrisvar hefur hann byrjað og tvívegis komið inn á. Hann lék 90 mínútur gegn ÍR um liðna helgi.
Aron hefur komið við sögu í fimm leikjum í Lengjudeildinni frá heimkomu. Þrisvar hefur hann byrjað og tvívegis komið inn á. Hann lék 90 mínútur gegn ÍR um liðna helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron var mættur á laugardalsvöll í dag þegar A-landsliðið tók æfingu, undirbúningur stendur yfir fyrir leik gegn Svartfjallalandi á föstudag.
Aron var mættur á laugardalsvöll í dag þegar A-landsliðið tók æfingu, undirbúningur stendur yfir fyrir leik gegn Svartfjallalandi á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Er ég tilbúinn í landsleikjabolta núna? Nei, ég held ekki. En ég verð það, ég get alveg sagt þér það. Það er markmiðið mitt og ég ætla ná því'
'Er ég tilbúinn í landsleikjabolta núna? Nei, ég held ekki. En ég verð það, ég get alveg sagt þér það. Það er markmiðið mitt og ég ætla ná því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson samdi við Þór í sumar og hefur verið hjá félaginu í rúmlega mánuð. Hann samdi á þeim forsendum að hann myndi hjálpa Þór, og á sama tíma myndi félagið hjálpa honum að komast af stað aftur, koma sér í leikform eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Aron dreymir um að spila með íslenska landsliðið og er meðvitaður um að hann gerir það ekki með því að spila í Lengjudeildinni á Íslandi. Hann hefur sjálfur talað um möguleikann á því að spila erlendis í vetur og nefnt Belgíu og Katar sem möguleika fyrir sig.

Glugginn í Belgíu lokar á föstudag og glugginn í Katar lokar næsta mánudag. Í Belgíu er Freyr Alexandersson, fyrrum aðstoðarþjálfari landsliðsins, þjálfari Kortrijk og Aron hafði spilað í Katar í fimm ár áður en hann sneri heim í sumar.

Aron var eftir leikinn gegn ÍR spurður út í möguleikann á því að hann færi erlendis fyrir gluggalok.

„Það ræðst á næstu dögum. Lánsglugginn er ennþá opinn, bara bíða og sjá, ef það gerist ekki þá klára ég síðustu tvo leikina og við skoðum málin í janúar þegar glugginn opnar aftur," sagði Aron Einar á laugardag.

Fótbolti.net ræddi við Svein Elías Jónsson, formann knattspyrnudeildar Þórs, og spurði hann út í Aron.

„Það er ekki pottþétt og var aldrei pottþétt að hann færi út í vetur. Ég hef ekki spurt hann út í hvernig staðan er nákvæmlega núna, en ég held að það séu meiri líkur en minni á því að hann fari ekki út núna. Markmiðið hjá honum var að komast aftur í landsliðið og við vissum að það væri ekki að fara gerast með því að hann yrði bara jafngóður og hann er búinn að vera fyrir okkur núna. Við ætluðum að hjálpa honum að komast aftur á völlinn, og sjá svo hvert það tekur okkur og hann."

„Eins og staðan er í dag þá er ég að gera ráð fyrir honum í leikinn gegn Dalvík/Reyni á sunnudaginn. Það er ekki útilokað að hann fari út, en eins og ég sé þetta þá eru meiri líkur en minni á því að hann spili á sunnudaginn. En ef hann spilar ekki, þá er það bara svoleiðis. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum, þannig er samtalið okkar,"
segir Sveinn Elías.

Þór er í fallbaráttu í Lengjudeildinni, tvær umferðir eru eftir og fjögur stig eru niður í Gróttu sem er í fallsæti. Þór á eftir að mæta föllnu liði Dalvíkur/Reynis á heimavelli og svo er leikur gegn Gróttu á útivelli í lokaumferðinni.

Gamli landsliðsfyrirliðinn tjáði sig um landsliðið í lok viðtalsins á laugardag.

„Er ég tilbúinn í landsleikjabolta núna? Nei, ég held ekki. En ég verð það, ég get alveg sagt þér það. Það er markmiðið mitt og ég ætla ná því," sagði Aron. Hann skrifaði í sumar undir samning við Þór sem gildir út næsta tímabil. Aron, sem er 35 ára, var síðast í landsliðinu í nóvember í fyrra.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner