PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   þri 03. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dæma þrjá leiki í undankeppni EM U17
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir hafa verið valdar til að dæma þrjá leiki í undankeppni fyrir EM U17 ára landsliða í kvennaflokki.

Þær munu dæma riðil sem fer fram í Kósovó 3.-9. október, þar sem auk heimakvenna í Kósovó má finna Norður-Makedóníu, Georgíu og Armeníu.

Bríet og Rúna hafa verið að ferðast mikið vegna dómarastarfa sinna í haust, en þær fóru saman til Danmerkur í ágúst, Færeyja í september og halda nú til Kósovó í október.

Íslenska U17 ára landsliðið tekur einnig þátt í undankeppninni og er í riðli með Póllandi, Írlandi og Noregi sem fer fram 12.-18. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner