
„Ég er mjög svekkt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir 0-0 jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld.
„Við fengum færin til að klára þetta. Við erum kannski óvanar gervigrasinu miðað við slúttin í dag. Ég er samt sátt við frammistöðuna. Við áttum góðar sóknir og vörum að verjast vel. Það er samt svekkjandi að taka ekki þrjú stig."
„Við fengum færin til að klára þetta. Við erum kannski óvanar gervigrasinu miðað við slúttin í dag. Ég er samt sátt við frammistöðuna. Við áttum góðar sóknir og vörum að verjast vel. Það er samt svekkjandi að taka ekki þrjú stig."
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Noregur
„Það var mikið hjarta í leiknum og við gáfum allt. Mér fannst við eiga skilið að taka þrjú stig."
Karólína fékk sjálf færi til að skora, tvö mjög góð færi. Í seinna færinu fór boltinn í slána og yfir.
„Ég hitti hann illa í fyrra færinu og var óheppin að skora ekki í seinna færinu. Þetta dettur inn einhvern tímann."
„Í seinna færinu, hélstu að boltinn væri á leiðinni?
„Já, ég viðurkenni að ég hélt ég væri að fara að skora," sagði Karólína og brosti.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir