Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 04. júní 2023 16:43
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk bikarmeistari - Stórsigur hjá Guðrúnu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Juventus 1 - 0 Roma
1-0 Barbara Bonansea ('93)


Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn er Juventus og Roma áttust við í úrslitaleik ítalska bikarsins.

Roma rúllaði Serie A deildinni upp á tímabilinu og endaði 13 stigum fyrir ofan Juventus, sem náði öðru sætinu þægilega.

Juve fékk tækifæri til að hefna sín á Rómverjum í úrslitaleik bikarsins og var staðan markalaus allt þar til í uppbótartíma, þegar Barbara Bonansea skoraði eina mark leiksins á 93. mínútu.

Bonansea tryggði sigur Juventus með þessu marki eftir nokkuð jafnan leik, þar sem Rómverjar höfðu þó verið ívið hættulegri.

Rosengård 7 - 1 Växjö

Guðrún Arnardóttir lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard sem rúllaði yfir Vaxjö í sænska boltanum.

Rosengard vann 7-1 sigur og er með 21 stig eftir 11 umferðir, sjö stigum eftir toppliði Häcken.

Guðrún er fædd 1995 og er með 25 landsleiki að baki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner
banner