Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   sun 04. júní 2023 16:43
Ívan Guðjón Baldursson
Sara Björk bikarmeistari - Stórsigur hjá Guðrúnu
watermark
Mynd: Getty Images
watermark
Mynd:

Juventus 1 - 0 Roma
1-0 Barbara Bonansea ('93)


Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn er Juventus og Roma áttust við í úrslitaleik ítalska bikarsins.

Roma rúllaði Serie A deildinni upp á tímabilinu og endaði 13 stigum fyrir ofan Juventus, sem náði öðru sætinu þægilega.

Juve fékk tækifæri til að hefna sín á Rómverjum í úrslitaleik bikarsins og var staðan markalaus allt þar til í uppbótartíma, þegar Barbara Bonansea skoraði eina mark leiksins á 93. mínútu.

Bonansea tryggði sigur Juventus með þessu marki eftir nokkuð jafnan leik, þar sem Rómverjar höfðu þó verið ívið hættulegri.

Rosengård 7 - 1 Växjö

Guðrún Arnardóttir lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard sem rúllaði yfir Vaxjö í sænska boltanum.

Rosengard vann 7-1 sigur og er með 21 stig eftir 11 umferðir, sjö stigum eftir toppliði Häcken.

Guðrún er fædd 1995 og er með 25 landsleiki að baki fyrir Ísland.


Athugasemdir
banner
banner