Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 04. október 2020 20:06
Lovísa Falsdóttir
Gunnar Magnús: Það sauð svolítið á okkur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Mynd: Þorsteinn Gunnarsson
Gunnar Már Jónsson, þjálfari Keflavíkurkvenna var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Gróttu í dag í Pepsi Max fögnuðinum á Nettó vellinum.

''Skrítið að spila svona leiki, þar sem það er í rauninni ekkert undir nema bara að enda tímabilið með stæl.''

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Gunnar á ekki von á öðru en að fylgja stelpunum upp í Pepsi Max deildina þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samning. Keflavíkurkonur féllu niður úr Pepsi deildinni fyrir ári síðan undir stjórn Gunnars. ''Vonandi höfum við lært eitthvað aðeins af því. Við nýtum þá reynslu til að koma enn sterkari en síðast þegar við komum upp og viljum að sjálfsögðu festa okkur í sessi þar.''

Aðspurður hvort hann komi til með að nota Sveindísi Jane á næsta tímabili, þar sem hún er samningsbundin Keflavík út árið 2021 segir hann: ''Hún er búin að vera frábær í sumar og hún er Keflvíkingur alveg í gegn en við komum til með að hugsa hvað er henni fyrir bestu, eins og við höfum alltaf gert.''

''Eigum við að fara út í það eitthvað?'' segir hann svo og hlær þegar hann er spurður út í ummæli Steina Halldórs, þjálfara Sveindísar Jane í Breiðablik. Hann hafði orð á því á dögunum að Sveindís Jane hefði átt að fara fyrr í betra prógram en hjá Keflavík. ''Það sauð svolítið á okkur, að hann skyldi skella þessu svona fram.'' segir hann og talar um metnaðinn sem hefur verið lagt í uppbyggingu á leikmönnum í Keflavík undanfarin ár.

Gunnar fer nánar út í það í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner