Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 04. október 2020 20:06
Lovísa Falsdóttir
Gunnar Magnús: Það sauð svolítið á okkur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Mynd: Þorsteinn Gunnarsson
Gunnar Már Jónsson, þjálfari Keflavíkurkvenna var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Gróttu í dag í Pepsi Max fögnuðinum á Nettó vellinum.

''Skrítið að spila svona leiki, þar sem það er í rauninni ekkert undir nema bara að enda tímabilið með stæl.''

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Gunnar á ekki von á öðru en að fylgja stelpunum upp í Pepsi Max deildina þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samning. Keflavíkurkonur féllu niður úr Pepsi deildinni fyrir ári síðan undir stjórn Gunnars. ''Vonandi höfum við lært eitthvað aðeins af því. Við nýtum þá reynslu til að koma enn sterkari en síðast þegar við komum upp og viljum að sjálfsögðu festa okkur í sessi þar.''

Aðspurður hvort hann komi til með að nota Sveindísi Jane á næsta tímabili, þar sem hún er samningsbundin Keflavík út árið 2021 segir hann: ''Hún er búin að vera frábær í sumar og hún er Keflvíkingur alveg í gegn en við komum til með að hugsa hvað er henni fyrir bestu, eins og við höfum alltaf gert.''

''Eigum við að fara út í það eitthvað?'' segir hann svo og hlær þegar hann er spurður út í ummæli Steina Halldórs, þjálfara Sveindísar Jane í Breiðablik. Hann hafði orð á því á dögunum að Sveindís Jane hefði átt að fara fyrr í betra prógram en hjá Keflavík. ''Það sauð svolítið á okkur, að hann skyldi skella þessu svona fram.'' segir hann og talar um metnaðinn sem hefur verið lagt í uppbyggingu á leikmönnum í Keflavík undanfarin ár.

Gunnar fer nánar út í það í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner