Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 04. október 2020 20:06
Lovísa Falsdóttir
Gunnar Magnús: Það sauð svolítið á okkur
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Mynd: Þorsteinn Gunnarsson
Gunnar Már Jónsson, þjálfari Keflavíkurkvenna var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Gróttu í dag í Pepsi Max fögnuðinum á Nettó vellinum.

''Skrítið að spila svona leiki, þar sem það er í rauninni ekkert undir nema bara að enda tímabilið með stæl.''

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Gunnar á ekki von á öðru en að fylgja stelpunum upp í Pepsi Max deildina þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samning. Keflavíkurkonur féllu niður úr Pepsi deildinni fyrir ári síðan undir stjórn Gunnars. ''Vonandi höfum við lært eitthvað aðeins af því. Við nýtum þá reynslu til að koma enn sterkari en síðast þegar við komum upp og viljum að sjálfsögðu festa okkur í sessi þar.''

Aðspurður hvort hann komi til með að nota Sveindísi Jane á næsta tímabili, þar sem hún er samningsbundin Keflavík út árið 2021 segir hann: ''Hún er búin að vera frábær í sumar og hún er Keflvíkingur alveg í gegn en við komum til með að hugsa hvað er henni fyrir bestu, eins og við höfum alltaf gert.''

''Eigum við að fara út í það eitthvað?'' segir hann svo og hlær þegar hann er spurður út í ummæli Steina Halldórs, þjálfara Sveindísar Jane í Breiðablik. Hann hafði orð á því á dögunum að Sveindís Jane hefði átt að fara fyrr í betra prógram en hjá Keflavík. ''Það sauð svolítið á okkur, að hann skyldi skella þessu svona fram.'' segir hann og talar um metnaðinn sem hefur verið lagt í uppbyggingu á leikmönnum í Keflavík undanfarin ár.

Gunnar fer nánar út í það í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner