Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   sun 04. október 2020 20:06
Lovísa Falsdóttir
Gunnar Magnús: Það sauð svolítið á okkur
Lengjudeildin
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Keflavíkurliðið eftir verðlaunaafhendingu í dag
Mynd: Þorsteinn Gunnarsson
Gunnar Már Jónsson, þjálfari Keflavíkurkvenna var að vonum ánægður með 3-1 sigur á Gróttu í dag í Pepsi Max fögnuðinum á Nettó vellinum.

''Skrítið að spila svona leiki, þar sem það er í rauninni ekkert undir nema bara að enda tímabilið með stæl.''

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

Gunnar á ekki von á öðru en að fylgja stelpunum upp í Pepsi Max deildina þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samning. Keflavíkurkonur féllu niður úr Pepsi deildinni fyrir ári síðan undir stjórn Gunnars. ''Vonandi höfum við lært eitthvað aðeins af því. Við nýtum þá reynslu til að koma enn sterkari en síðast þegar við komum upp og viljum að sjálfsögðu festa okkur í sessi þar.''

Aðspurður hvort hann komi til með að nota Sveindísi Jane á næsta tímabili, þar sem hún er samningsbundin Keflavík út árið 2021 segir hann: ''Hún er búin að vera frábær í sumar og hún er Keflvíkingur alveg í gegn en við komum til með að hugsa hvað er henni fyrir bestu, eins og við höfum alltaf gert.''

''Eigum við að fara út í það eitthvað?'' segir hann svo og hlær þegar hann er spurður út í ummæli Steina Halldórs, þjálfara Sveindísar Jane í Breiðablik. Hann hafði orð á því á dögunum að Sveindís Jane hefði átt að fara fyrr í betra prógram en hjá Keflavík. ''Það sauð svolítið á okkur, að hann skyldi skella þessu svona fram.'' segir hann og talar um metnaðinn sem hefur verið lagt í uppbyggingu á leikmönnum í Keflavík undanfarin ár.

Gunnar fer nánar út í það í viðtalinu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner