Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. janúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Alderweireld: Mourinho var lykillinn í samningaviðræðunum
Toby Alderweireld
Toby Alderweireld
Mynd: Getty Images
Belgíski varnarmaðurinn Toby Alderweireld framlengdi samning sinn við Tottenham í lok desember en samningur hans átti að renna út í sumar. Hann segir að Jose Mourinho hafi verið lykillinn í viðræðunum.

Alderweireld er 30 ára gamall en Roma hafði mikinn áhuga á að fá hann á frjálsri sölu í sumar.

Mauricio Pochettino var látinn taka poka sinn hjá Tottenham fyrir nokkrum vikum og tók Jose Mourinho við liðinu en Alderweireld segir að Mourinho hafi sannfært sig um að vera áfram.

„Tottenham sýndi mér að félagið vildi halda mér með mjög góðu tilboði og það var mikil virðing við mig. Ég gæti þénað meira annars staðar í heiminum en ég valdi hollustu sem hlýtur að vera einhvers virði," sagði Alderweireld.

„Ég talaði við konuna mína því það er annað barn á leiðinni og hún sagðist vera ánægð með það að vera áfram hér. Hún elskar London en hún sagði mér að velja það sem ég vil. Það gaf mér tækifæri á því að hugsa málið."

„Því meira sem ég fór að hugsa út í þetta þá hef ég alltaf verið ánægður hér. Frá fyrsta degi og ég á í góðu sambandi við stuðningsmennina. Síðasta skrefið að því að framlengja var svo stjórinn. Hann hefur mikla trú á mér og við höfum átt gott samband frá því hann kom. Allt þetta spilaði inn í þegar ég framlengdi,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner