Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 05. febrúar 2021 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Árni Snær: Þetta var ekki okkar dagur
Árni Snær Ólafsson
Árni Snær Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, var vonsvikinn með að tapa úrslitaleik Fótbolta.net mótsins gegn Blikum í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Blikar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en liðið skoraði fjögur mörk og var með dágóða forystu fyrir síðari hálfleikinn.

Skagamenn voru að spila á mörgum ungum og efnilegum mönnum en Árni hefur þó engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir þetta tap.

„Nei, þetta var ekki það sem við vorum að vonast eftir en svona er þetta," sagði Árni við Fótbolta.net.

„Við vorum ekki nógu góðir fyrstu tuttugu eða þrjátíu mínúturnar, þá voru þeir búnir að klára leikinn líklega. Gott lið er ekki að fara missa niður forystuna. Þetta er svipað lið sem var að spila á móti HK um daginn þannig þá sáum við að flest allir þarna geta spilað góðan bolta en þetta var ekki okkar dagur."

„Eftir að við fengum að byrja þá hefur verið keyrsla og það hefur gengið fínt. Hlakka til að komast í alvöru leiki þó það hefði verið gaman að vinna í dag."

„Það verður ekki svoleiðis. Það vantar fullt af reynslumiklum gaurum og þá er að vonast til að ungu gæjarnir stígi upp en í dag klikkaði eitthvað og við þurfum að rýna í það á næstu vikum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner