Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, var vonsvikinn með að tapa úrslitaleik Fótbolta.net mótsins gegn Blikum í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri Breiðabliks.
Lestu um leikinn: Breiðablik 5 - 1 ÍA
Blikar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en liðið skoraði fjögur mörk og var með dágóða forystu fyrir síðari hálfleikinn.
Skagamenn voru að spila á mörgum ungum og efnilegum mönnum en Árni hefur þó engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir þetta tap.
„Nei, þetta var ekki það sem við vorum að vonast eftir en svona er þetta," sagði Árni við Fótbolta.net.
„Við vorum ekki nógu góðir fyrstu tuttugu eða þrjátíu mínúturnar, þá voru þeir búnir að klára leikinn líklega. Gott lið er ekki að fara missa niður forystuna. Þetta er svipað lið sem var að spila á móti HK um daginn þannig þá sáum við að flest allir þarna geta spilað góðan bolta en þetta var ekki okkar dagur."
„Eftir að við fengum að byrja þá hefur verið keyrsla og það hefur gengið fínt. Hlakka til að komast í alvöru leiki þó það hefði verið gaman að vinna í dag."
„Það verður ekki svoleiðis. Það vantar fullt af reynslumiklum gaurum og þá er að vonast til að ungu gæjarnir stígi upp en í dag klikkaði eitthvað og við þurfum að rýna í það á næstu vikum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir