Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   fös 05. febrúar 2021 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Árni Snær: Þetta var ekki okkar dagur
Árni Snær Ólafsson
Árni Snær Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, var vonsvikinn með að tapa úrslitaleik Fótbolta.net mótsins gegn Blikum í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Blikar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en liðið skoraði fjögur mörk og var með dágóða forystu fyrir síðari hálfleikinn.

Skagamenn voru að spila á mörgum ungum og efnilegum mönnum en Árni hefur þó engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir þetta tap.

„Nei, þetta var ekki það sem við vorum að vonast eftir en svona er þetta," sagði Árni við Fótbolta.net.

„Við vorum ekki nógu góðir fyrstu tuttugu eða þrjátíu mínúturnar, þá voru þeir búnir að klára leikinn líklega. Gott lið er ekki að fara missa niður forystuna. Þetta er svipað lið sem var að spila á móti HK um daginn þannig þá sáum við að flest allir þarna geta spilað góðan bolta en þetta var ekki okkar dagur."

„Eftir að við fengum að byrja þá hefur verið keyrsla og það hefur gengið fínt. Hlakka til að komast í alvöru leiki þó það hefði verið gaman að vinna í dag."

„Það verður ekki svoleiðis. Það vantar fullt af reynslumiklum gaurum og þá er að vonast til að ungu gæjarnir stígi upp en í dag klikkaði eitthvað og við þurfum að rýna í það á næstu vikum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner