Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 05. febrúar 2021 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Árni Snær: Þetta var ekki okkar dagur
Árni Snær Ólafsson
Árni Snær Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður Skagamanna, var vonsvikinn með að tapa úrslitaleik Fótbolta.net mótsins gegn Blikum í kvöld en leiknum lauk með 5-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 ÍA

Blikar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en liðið skoraði fjögur mörk og var með dágóða forystu fyrir síðari hálfleikinn.

Skagamenn voru að spila á mörgum ungum og efnilegum mönnum en Árni hefur þó engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir þetta tap.

„Nei, þetta var ekki það sem við vorum að vonast eftir en svona er þetta," sagði Árni við Fótbolta.net.

„Við vorum ekki nógu góðir fyrstu tuttugu eða þrjátíu mínúturnar, þá voru þeir búnir að klára leikinn líklega. Gott lið er ekki að fara missa niður forystuna. Þetta er svipað lið sem var að spila á móti HK um daginn þannig þá sáum við að flest allir þarna geta spilað góðan bolta en þetta var ekki okkar dagur."

„Eftir að við fengum að byrja þá hefur verið keyrsla og það hefur gengið fínt. Hlakka til að komast í alvöru leiki þó það hefði verið gaman að vinna í dag."

„Það verður ekki svoleiðis. Það vantar fullt af reynslumiklum gaurum og þá er að vonast til að ungu gæjarnir stígi upp en í dag klikkaði eitthvað og við þurfum að rýna í það á næstu vikum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner