„Við ætluðum að reyna að ná einhverjum stigum út úr þessum leik. Það voru fínir punktar þarna inn á milli en slæmt að fá á sig tvö mörk,“ sagði Árni Vilhjálmsson eftir 2-0 tap U21 árs landsliðsins gegn sænskum jafnöldrum sínum.
„Ég fékk alveg úr einhverju að moða, fékk eina fína sendingu þarna og eitt eða tvö hálffæri en við náðum ekki að nýta þau. Það er samt hægt að vinna með ýmislegt þarna og við förum og reynum að gera það fyrir næstu tvo leiki.“
Árni hefur að undanförnu skartað nokkuð síðu hári en það fékk að fjúka í aðdraganda leiksins. Leikurinn í dag var því sá fyrsti sem Árni spilaði með nýja greiðslu.
„Þetta var bara fínt, "new fresh start" eins og var búið að orða þetta einhversstaðar. Ég held ég hafi verið svona einu og hálfu kílói léttari inn á vellinum.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir: Myndir: Árni Vill kominn með nýja klippingu
Athugasemdir
























