Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 05. september 2022 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Allir hafa áhyggjur af Söru Björk - „Hann hefur bara verið þarna í viku"
Icelandair
Rivkah op het Veld, fréttakona hjá Nos í Hollandi.
Rivkah op het Veld, fréttakona hjá Nos í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vivianne Miedema verður klár í slaginn.
Vivianne Miedema verður klár í slaginn.
Mynd: EPA
Hollendingar eru hræddi við gæði Söru Bjarkar.
Hollendingar eru hræddi við gæði Söru Bjarkar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska fréttakonan Rivkah op het Veld segir að það verði alls ekki gefið að Holland hafi sigur gegn Íslandi á morgun er þjóðirnar spila hreinan úrslitaleik um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Ísland er í efsta sæti riðilsins með 18 stig á meðan Holland er í öðru sæti með 17 stig.

Íslenska liðið hefur aldrei áður spilað á HM en nú er gullið tækifæri til að gera það að veruleika.

Fótbolti.net ræddi við op het Veld í Utrecht í dag og spurði hana út í hollenska liðið, en liðið er að fara í gegnum endurbyggingu eftir að Mark Parsons var látinn fara eftir Evrópumótið í sumar.

„Ég held að þetta verði mjög áhugaverður og jafn leikur. Hollenska liðið hefur átt fremur erilsamt sumar þar sem þjálfarinn var rekinn og svo töpuðu þær í 8-liða úrslitum á EM. Það er endurbygging núna en það er bjartsýni í liðinu og mikil orka. Þetta verður jafn leikur og alls ekki auðvelt."

„Það voru vissulega vonbrigði því fólkið vonaði að liðið myndi spila betur og þjóðin var vonsvikin hvernig það var spilað. Það gerðist margt varðandi Covid, meiðsli, þannig þetta var ekki auðvelt mót."

„Það sáu allir að Frakkar voru betri en það voru augljós vonbrigði því þjálfarinn var látinn fara og það segir margt,"
sagði hún.

Andries Jonker tók við keflinu af Parsons, en hann þjálfaði meðal annars Wolfsburg og Bayern München. Hann var þá aðstoðarmaður Louis van Gaal hjá Barcelona tímabilið 2002-2003 og svo síðar hjá Bayern.

„Þetta er áhugaverður maður og áhugaverð breyting frá síðasta þjálfara. Hann er hreinskilinn, beinskeittur og strangur. Það eru allir að segja að hann sé farinn aftur í grunnatriðin. Hann fer fram á að leikmenn leggi mikla vinnu í þetta og það sést á leikmönnunum að þær eru einbeittar og vilja gera vel. Þetta er áhugavert og ég held að hann sé góður fyrir liðið, en hann hefur bara verið þarna í viku."

Lieke Martens, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með vegna meiðsla, en það er mikil blóðtaka fyrir hollenska liðið. Hún á 55 mörk í 139 leikjum með liðinu.

„Það er augljós blóðtaka fyrir liðið. Hún er magnaður leikmaður en hún hefur verið að meiðast svolítið oft þannig liðið hefur vanist því en það eru fullt af leikmönnum sem geta spilað í stað hennar. Það er hins vegar auðveldara ef hún er þarna en hún er það ekki þannig við þurfum að sætta okkur við það."

Vivianne Miedema, sem er með bestu sóknarmönnum heims, var spurningamerki fyrir leikinn eftir að hún greindist með Covid, en hún verður væntanlega með á morgun.

„Hún spilaði á föstudaginn og á að vera klár fyrir þennan leik," sagði op het Veld.

Allir hafa áhyggjur af Söru Björk
Fréttakonan var spurð út í íslenska liðið og hvaða tilfinningu Hollendingar væru með fyrir möguleikum þeirra. Hún segir að leikurinn eigi eftir að vera jafn en var þó ekki alveg klár á því hvernig hann færi.

„Það hafa allir áhyggjur af Söru Björk og það er eðlilegt. Þetta er sterkt lið og líkamlega sterkt. Ég vanmet þær ekki og ég hreifst af þeim á EM þannig það vita allir að þetta er lið sem þarf að taka alvarlega þannig ég býst ekki við auðveldum leik."

„Ég held að þær gætu stolið þessu á síðustu mínútunum en núna er ég ekki alveg viss um það."


Búið er að selja um 16 þúsund miða á leikinn og má því búast við vel mönnuðum velli í Utrecht. Þar af verða 150 Íslendingar. En er vanalega svona mikil stemning á leikjunum í Hollandi?

„Það er það vanalega. Heimaleikirnir eru magnaðir og opnunarleikurinn á EM var hérna fyrir fimm árum og þá var völlurinn fullur. Það er mikið af syngjandi stuðningsmönnum Hollands og gott andrúmsloft," sagði hún í lokin.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mikið undir og mikil spenna framundan.
Athugasemdir
banner