Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 23:16
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham kaupir Adarabioyo af Man City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fulham var að festa kaup á Tosin Adarabioyo, 23 ára miðverði Manchester City. Hann kostar 1,5 milljón punda og skrifar undir þriggja ára samning við sitt nýja félag, með möguleika á eins árs framlengingu verði ákveðnum skilyrðum mætt.

Adarabioyo er fæddur og uppalinn í Manchester og hefur spilað 15 leiki fyrir U16 til U19 landslið Englands.

Hann er fenginn til að auka breiddina í varnarlínu Fulham á svipuðum tíma og félagið krækti í danska miðvörðinn Joachim Andersen.

Adarabioyo spilaði 8 leiki á tíma sínum hjá Man City án þess að koma þó við sögu í úrvalsdeildinni. Síðustu tvö ár hefur hann gert góða hluti að láni hjá West Brom og Blackburn í Championship deildinni.

Hann skoraði 3 mörk í 34 leikjum með Blackburn í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner