Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mið 05. október 2022 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Lár: Var í viðræðum við tvö önnur lið
Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við vera frábærir í þessum leik fyrstu 70 mínúturnar svo bara veit ég ekki hvað gerist síðustu 20 mínúturnar. Við virkum alveg búnir á því og þetta er alveg skelfilegt.“ Sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals eftir 3-2 tap Vals gegn Víkingum fyrr í kvöld þar sem Valsmenn leiddu 2-0 þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Valsmenn líkt og Sigurður segir höfðu tögl og haldir á leiknum og hleyptu Víkingum því sem næst ekkert að marki sínu auk þess að fá nokkur góð marktækifæri allt fram að 70.mínútu leiksins þegar Víkingar minnka munin í 2-1.

„Mjög dýrt. Við fengum fullt af færum til að skora þriðja markið. Þetta fræga þriðja mark er greinilega mjög mikilvægt, Þeir skora það og gengu svo bara á lagið,“

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val á dögunum eitthvað sem fáir áttu eflaust von á í upphafi móts þegar hann virtist vera í kuldanum hjá þáverandi þjálfara liðsins.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá Val mér líður vel þar og við ætlum að bæta í og berjast um titlanna á næsta ári það er alveg klárt. Það hefur mjög margt breyst. Það byrjaði mjög illa fyrir mig tímabilið persónulega og ég var mikið upp í stúku. Svo fór ég að koma inná í einhverjar mínútur og svo kom Óli og tók við og byrjaði vel en svo hefur aðeins fjarað undan þessu síðustu leiki en við verðum bara að halda áfram. “

Að lokum var Sigurður spurður hvort fleiri lið hafi verið inn í myndinni og einhverjar viðræður átt sér stað? Talað hefur verið um að Víkingur og Breiðablik hafi viljað fá hann.

„Ég var í viðræðum við tvö önnur lið en ákvað að velja Val.“
Athugasemdir
banner