Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 05. október 2022 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Lár: Var í viðræðum við tvö önnur lið
Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við vera frábærir í þessum leik fyrstu 70 mínúturnar svo bara veit ég ekki hvað gerist síðustu 20 mínúturnar. Við virkum alveg búnir á því og þetta er alveg skelfilegt.“ Sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals eftir 3-2 tap Vals gegn Víkingum fyrr í kvöld þar sem Valsmenn leiddu 2-0 þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Valsmenn líkt og Sigurður segir höfðu tögl og haldir á leiknum og hleyptu Víkingum því sem næst ekkert að marki sínu auk þess að fá nokkur góð marktækifæri allt fram að 70.mínútu leiksins þegar Víkingar minnka munin í 2-1.

„Mjög dýrt. Við fengum fullt af færum til að skora þriðja markið. Þetta fræga þriðja mark er greinilega mjög mikilvægt, Þeir skora það og gengu svo bara á lagið,“

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val á dögunum eitthvað sem fáir áttu eflaust von á í upphafi móts þegar hann virtist vera í kuldanum hjá þáverandi þjálfara liðsins.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá Val mér líður vel þar og við ætlum að bæta í og berjast um titlanna á næsta ári það er alveg klárt. Það hefur mjög margt breyst. Það byrjaði mjög illa fyrir mig tímabilið persónulega og ég var mikið upp í stúku. Svo fór ég að koma inná í einhverjar mínútur og svo kom Óli og tók við og byrjaði vel en svo hefur aðeins fjarað undan þessu síðustu leiki en við verðum bara að halda áfram. “

Að lokum var Sigurður spurður hvort fleiri lið hafi verið inn í myndinni og einhverjar viðræður átt sér stað? Talað hefur verið um að Víkingur og Breiðablik hafi viljað fá hann.

„Ég var í viðræðum við tvö önnur lið en ákvað að velja Val.“
Athugasemdir
banner
banner
banner