Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 05. október 2022 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Lár: Var í viðræðum við tvö önnur lið
Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við vera frábærir í þessum leik fyrstu 70 mínúturnar svo bara veit ég ekki hvað gerist síðustu 20 mínúturnar. Við virkum alveg búnir á því og þetta er alveg skelfilegt.“ Sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals eftir 3-2 tap Vals gegn Víkingum fyrr í kvöld þar sem Valsmenn leiddu 2-0 þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Valsmenn líkt og Sigurður segir höfðu tögl og haldir á leiknum og hleyptu Víkingum því sem næst ekkert að marki sínu auk þess að fá nokkur góð marktækifæri allt fram að 70.mínútu leiksins þegar Víkingar minnka munin í 2-1.

„Mjög dýrt. Við fengum fullt af færum til að skora þriðja markið. Þetta fræga þriðja mark er greinilega mjög mikilvægt, Þeir skora það og gengu svo bara á lagið,“

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val á dögunum eitthvað sem fáir áttu eflaust von á í upphafi móts þegar hann virtist vera í kuldanum hjá þáverandi þjálfara liðsins.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá Val mér líður vel þar og við ætlum að bæta í og berjast um titlanna á næsta ári það er alveg klárt. Það hefur mjög margt breyst. Það byrjaði mjög illa fyrir mig tímabilið persónulega og ég var mikið upp í stúku. Svo fór ég að koma inná í einhverjar mínútur og svo kom Óli og tók við og byrjaði vel en svo hefur aðeins fjarað undan þessu síðustu leiki en við verðum bara að halda áfram. “

Að lokum var Sigurður spurður hvort fleiri lið hafi verið inn í myndinni og einhverjar viðræður átt sér stað? Talað hefur verið um að Víkingur og Breiðablik hafi viljað fá hann.

„Ég var í viðræðum við tvö önnur lið en ákvað að velja Val.“
Athugasemdir
banner