Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   mið 05. október 2022 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Lár: Var í viðræðum við tvö önnur lið
Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við vera frábærir í þessum leik fyrstu 70 mínúturnar svo bara veit ég ekki hvað gerist síðustu 20 mínúturnar. Við virkum alveg búnir á því og þetta er alveg skelfilegt.“ Sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals eftir 3-2 tap Vals gegn Víkingum fyrr í kvöld þar sem Valsmenn leiddu 2-0 þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Valsmenn líkt og Sigurður segir höfðu tögl og haldir á leiknum og hleyptu Víkingum því sem næst ekkert að marki sínu auk þess að fá nokkur góð marktækifæri allt fram að 70.mínútu leiksins þegar Víkingar minnka munin í 2-1.

„Mjög dýrt. Við fengum fullt af færum til að skora þriðja markið. Þetta fræga þriðja mark er greinilega mjög mikilvægt, Þeir skora það og gengu svo bara á lagið,“

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val á dögunum eitthvað sem fáir áttu eflaust von á í upphafi móts þegar hann virtist vera í kuldanum hjá þáverandi þjálfara liðsins.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá Val mér líður vel þar og við ætlum að bæta í og berjast um titlanna á næsta ári það er alveg klárt. Það hefur mjög margt breyst. Það byrjaði mjög illa fyrir mig tímabilið persónulega og ég var mikið upp í stúku. Svo fór ég að koma inná í einhverjar mínútur og svo kom Óli og tók við og byrjaði vel en svo hefur aðeins fjarað undan þessu síðustu leiki en við verðum bara að halda áfram. “

Að lokum var Sigurður spurður hvort fleiri lið hafi verið inn í myndinni og einhverjar viðræður átt sér stað? Talað hefur verið um að Víkingur og Breiðablik hafi viljað fá hann.

„Ég var í viðræðum við tvö önnur lið en ákvað að velja Val.“
Athugasemdir
banner
banner