Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   mið 05. október 2022 23:03
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Lár: Var í viðræðum við tvö önnur lið
Sigurður Egill Lárusson
Sigurður Egill Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við vera frábærir í þessum leik fyrstu 70 mínúturnar svo bara veit ég ekki hvað gerist síðustu 20 mínúturnar. Við virkum alveg búnir á því og þetta er alveg skelfilegt.“ Sagði Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals eftir 3-2 tap Vals gegn Víkingum fyrr í kvöld þar sem Valsmenn leiddu 2-0 þegar 20 mínútur voru til leiksloka.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Valsmenn líkt og Sigurður segir höfðu tögl og haldir á leiknum og hleyptu Víkingum því sem næst ekkert að marki sínu auk þess að fá nokkur góð marktækifæri allt fram að 70.mínútu leiksins þegar Víkingar minnka munin í 2-1.

„Mjög dýrt. Við fengum fullt af færum til að skora þriðja markið. Þetta fræga þriðja mark er greinilega mjög mikilvægt, Þeir skora það og gengu svo bara á lagið,“

Sigurður skrifaði undir nýjan samning við Val á dögunum eitthvað sem fáir áttu eflaust von á í upphafi móts þegar hann virtist vera í kuldanum hjá þáverandi þjálfara liðsins.

„Ég er mjög ánægður að skrifa undir hjá Val mér líður vel þar og við ætlum að bæta í og berjast um titlanna á næsta ári það er alveg klárt. Það hefur mjög margt breyst. Það byrjaði mjög illa fyrir mig tímabilið persónulega og ég var mikið upp í stúku. Svo fór ég að koma inná í einhverjar mínútur og svo kom Óli og tók við og byrjaði vel en svo hefur aðeins fjarað undan þessu síðustu leiki en við verðum bara að halda áfram. “

Að lokum var Sigurður spurður hvort fleiri lið hafi verið inn í myndinni og einhverjar viðræður átt sér stað? Talað hefur verið um að Víkingur og Breiðablik hafi viljað fá hann.

„Ég var í viðræðum við tvö önnur lið en ákvað að velja Val.“
Athugasemdir
banner
banner
banner