Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 06. apríl 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Þvílík negla maður!
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur. Geðveikt að byrja þetta sterkt, halda hreinu og ná í þrjú stig,“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld en hann kom að báðum mörkum liðsins á Víkingsvellinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Helgi gat ekki beðið um betri byrjun á tímabilinu en hann lagði upp fyrsta mark deildarinnar fyrir færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar áður en hann tvöfaldaði síðan sjálfur forystuna með góðu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Þvílík negla maður! Þetta var alvöru negla hjá honum og gott að sjá hann inni,“ sagði Helgi er hann var spurður út í fyrsta mark Íslandsmótsins.

Helgi er ánægður með að fá traustið í byrjunarliðinu og stefnir hann á að nýta hvert einasta tækifæri.

„Ánægjulegt. Það er bara að nýta sénsinn og reyna að halda áfram. Mér er búið að ganga vel í vetur og finnst ég vera í hörkustandi, þannig já aðeins nær og það er bara að halda áfram.“

Víkingsliðið átti nokkra hættulega sénsa en Stjarnan náði að vinna sig betur inn í leikinn áður en annað markið kom.

„Mér fannst við sterkari aðilinn í kvöld og fengum töluvert betri færi að mínu viti en maður veit aldrei. Það er 1-0 og svo getur eitt dottið úr horni og þeir skjóta í stöngina einu sinni. Þetta er fljótt að breytast en fannst við vera með 'control' á leiknum.“

„Þeir voru aðeins byrjaðir að liggja á okkur og farnir að ógna meira við miðbik seinni hálfleiks. Það var geðveikt að ná inn öðru markinu og síðan klára að sigla þessu heim eins og við kunnum.“


Valdimar Þór Ingimundarson kom frá Sogndal fyrir tímabilið en hann lagði upp markið á Helga í leiknum.

„Hann er ógeðslega góður að snúa á menn. Þetta er hans styrkleiki og maður veit að þegar hann er búinn að snúa á menn þá er það bara að 'gönna' í gegn.“

„Maður er fínn á vinstri og vinstri fótur í vinstra horn klikkar sjaldan. Þetta er bara 'instinct' og fyrsta sem þér dettur í hug og 'go for it'.“

Athugasemdir
banner
banner