Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 06. apríl 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Þvílík negla maður!
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur. Geðveikt að byrja þetta sterkt, halda hreinu og ná í þrjú stig,“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld en hann kom að báðum mörkum liðsins á Víkingsvellinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Helgi gat ekki beðið um betri byrjun á tímabilinu en hann lagði upp fyrsta mark deildarinnar fyrir færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar áður en hann tvöfaldaði síðan sjálfur forystuna með góðu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Þvílík negla maður! Þetta var alvöru negla hjá honum og gott að sjá hann inni,“ sagði Helgi er hann var spurður út í fyrsta mark Íslandsmótsins.

Helgi er ánægður með að fá traustið í byrjunarliðinu og stefnir hann á að nýta hvert einasta tækifæri.

„Ánægjulegt. Það er bara að nýta sénsinn og reyna að halda áfram. Mér er búið að ganga vel í vetur og finnst ég vera í hörkustandi, þannig já aðeins nær og það er bara að halda áfram.“

Víkingsliðið átti nokkra hættulega sénsa en Stjarnan náði að vinna sig betur inn í leikinn áður en annað markið kom.

„Mér fannst við sterkari aðilinn í kvöld og fengum töluvert betri færi að mínu viti en maður veit aldrei. Það er 1-0 og svo getur eitt dottið úr horni og þeir skjóta í stöngina einu sinni. Þetta er fljótt að breytast en fannst við vera með 'control' á leiknum.“

„Þeir voru aðeins byrjaðir að liggja á okkur og farnir að ógna meira við miðbik seinni hálfleiks. Það var geðveikt að ná inn öðru markinu og síðan klára að sigla þessu heim eins og við kunnum.“


Valdimar Þór Ingimundarson kom frá Sogndal fyrir tímabilið en hann lagði upp markið á Helga í leiknum.

„Hann er ógeðslega góður að snúa á menn. Þetta er hans styrkleiki og maður veit að þegar hann er búinn að snúa á menn þá er það bara að 'gönna' í gegn.“

„Maður er fínn á vinstri og vinstri fótur í vinstra horn klikkar sjaldan. Þetta er bara 'instinct' og fyrsta sem þér dettur í hug og 'go for it'.“

Athugasemdir
banner
banner