Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
banner
   sun 06. apríl 2025 22:36
Sverrir Örn Einarsson
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Dean Martin í Úlfarsárdalnum í kvöld.
Dean Martin í Úlfarsárdalnum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dean Martin stýrði liði ÍA í kvöld í 1-0 sigri Skagamanna á Fram í Úlfarsárdal. Jón Þór Hauksson er enn að taka út leikbann sem hann fékk á síðasta tímabili og var Dean mættur í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 ÍA

„Við unnum fyrir þessum sigri í dag. Unnum mjög vel í 92 mínútur.“ Sagði Dean um það hvað væri öðru fremur ástæða þess að Skagamenn fóru með sigur af hólmi.

Skagamenn virkuðu enn ferskir er líða fóru á leikinn og höfðu kraftinn í að ýta sigrinum yfir línuna, Hafði gott form eitthvað að segja?

„ Mér fannst bara þetta frábæra mark vera á milli okkar í dag. Sömuleiðis dugnaður og að við börðumst eins og ljón allan leikinn og gáfum allt í þetta. Ég vill ekki segja að þetta sé fitness eða neitt slíkt. Þetta var bara leikur sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir í 6 mánuði og við vorum klárir.“

Eftir þennan sterka sigur í fyrstu umferð. Hvernig sér Dean framhaldið?

„Það er bara næsti leikur. Þessi er búinn og við getum ekkert verið að hugsa mikið um hann. Við náðun í sigur og núna er bara næsta skref að tengja saman sigra.“

Sagði Dean en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Beðist er velvirðingar á að fyrstu 10 sekúndur þess eru hljóðlausar.
Athugasemdir