Dean Martin stýrði liði ÍA í kvöld í 1-0 sigri Skagamanna á Fram í Úlfarsárdal. Jón Þór Hauksson er enn að taka út leikbann sem hann fékk á síðasta tímabili og var Dean mættur í viðtal við Fótbolta.net að leik loknum.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 ÍA
„Við unnum fyrir þessum sigri í dag. Unnum mjög vel í 92 mínútur.“ Sagði Dean um það hvað væri öðru fremur ástæða þess að Skagamenn fóru með sigur af hólmi.
Skagamenn virkuðu enn ferskir er líða fóru á leikinn og höfðu kraftinn í að ýta sigrinum yfir línuna, Hafði gott form eitthvað að segja?
„ Mér fannst bara þetta frábæra mark vera á milli okkar í dag. Sömuleiðis dugnaður og að við börðumst eins og ljón allan leikinn og gáfum allt í þetta. Ég vill ekki segja að þetta sé fitness eða neitt slíkt. Þetta var bara leikur sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir í 6 mánuði og við vorum klárir.“
Eftir þennan sterka sigur í fyrstu umferð. Hvernig sér Dean framhaldið?
„Það er bara næsti leikur. Þessi er búinn og við getum ekkert verið að hugsa mikið um hann. Við náðun í sigur og núna er bara næsta skref að tengja saman sigra.“
Sagði Dean en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan. Beðist er velvirðingar á að fyrstu 10 sekúndur þess eru hljóðlausar.
Athugasemdir