Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 06. júlí 2021 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur: Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 2-1 sigur á Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Mist Edvardsdóttir og Elín Metta Jensen með mörk Valskvenna.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Pétur Pétursson þjálfari Vals var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig líður þér eftir leikinn?

„Bara mjög vel. Þetta var eins og venjulega að koma hingað, þetta eru alltaf læti og það þarf að vinna leikinn og við gerðum það."

Fyrrihálfleikurinn var frekar bragðdaufur. Hvað ræddir þú við stelpurnar í hálfleik?

„Mér fannst við í fyrri hálfleik ekki vera á okkar leik, töpuðum boltanum endalaust og vorum alltof langt frá mönnum og við löguðum það í hálfleik, mér fannst við koma mjög sterkar inn í seinni hálfleik."

Hvað fannst þér uppskera þennan sigur gegn hörku góðu Selfossliði?

„Já, það er hörku gott lið, mér fannst bara gæðin þegar upp var staðið hjá Elínu og sóknarmönnunum og liðinu í heild."

Mary Alice Vignola fékk slæmt höfuðhögg, hver er staðan á henni?

„Ég held að hún sé slæm, ég vona að þetta lagist hjá henni, hún er allavega ekki góð."

Stórir leikir hjá Val framundan, Stjarnan í Pepsi Max deildinni og Hoffenheim í meistaradeildinni. Hvernig líst þér á þau verkefni?

„Þetta er bara skemmtilegt það sem er nú að gerast, það er mikið af leikjum. Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir finnst mér. Svo er spennandi dæmi að fara spila á móti sterkum liðum í evrópu, okkur hlakkar bara til."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir