Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   þri 06. júlí 2021 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur: Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 2-1 sigur á Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Mist Edvardsdóttir og Elín Metta Jensen með mörk Valskvenna.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Pétur Pétursson þjálfari Vals var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig líður þér eftir leikinn?

„Bara mjög vel. Þetta var eins og venjulega að koma hingað, þetta eru alltaf læti og það þarf að vinna leikinn og við gerðum það."

Fyrrihálfleikurinn var frekar bragðdaufur. Hvað ræddir þú við stelpurnar í hálfleik?

„Mér fannst við í fyrri hálfleik ekki vera á okkar leik, töpuðum boltanum endalaust og vorum alltof langt frá mönnum og við löguðum það í hálfleik, mér fannst við koma mjög sterkar inn í seinni hálfleik."

Hvað fannst þér uppskera þennan sigur gegn hörku góðu Selfossliði?

„Já, það er hörku gott lið, mér fannst bara gæðin þegar upp var staðið hjá Elínu og sóknarmönnunum og liðinu í heild."

Mary Alice Vignola fékk slæmt höfuðhögg, hver er staðan á henni?

„Ég held að hún sé slæm, ég vona að þetta lagist hjá henni, hún er allavega ekki góð."

Stórir leikir hjá Val framundan, Stjarnan í Pepsi Max deildinni og Hoffenheim í meistaradeildinni. Hvernig líst þér á þau verkefni?

„Þetta er bara skemmtilegt það sem er nú að gerast, það er mikið af leikjum. Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir finnst mér. Svo er spennandi dæmi að fara spila á móti sterkum liðum í evrópu, okkur hlakkar bara til."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner