Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   þri 06. júlí 2021 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pétur: Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vann 2-1 sigur á Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Mist Edvardsdóttir og Elín Metta Jensen með mörk Valskvenna.

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

Pétur Pétursson þjálfari Vals var til viðtals við Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig líður þér eftir leikinn?

„Bara mjög vel. Þetta var eins og venjulega að koma hingað, þetta eru alltaf læti og það þarf að vinna leikinn og við gerðum það."

Fyrrihálfleikurinn var frekar bragðdaufur. Hvað ræddir þú við stelpurnar í hálfleik?

„Mér fannst við í fyrri hálfleik ekki vera á okkar leik, töpuðum boltanum endalaust og vorum alltof langt frá mönnum og við löguðum það í hálfleik, mér fannst við koma mjög sterkar inn í seinni hálfleik."

Hvað fannst þér uppskera þennan sigur gegn hörku góðu Selfossliði?

„Já, það er hörku gott lið, mér fannst bara gæðin þegar upp var staðið hjá Elínu og sóknarmönnunum og liðinu í heild."

Mary Alice Vignola fékk slæmt höfuðhögg, hver er staðan á henni?

„Ég held að hún sé slæm, ég vona að þetta lagist hjá henni, hún er allavega ekki góð."

Stórir leikir hjá Val framundan, Stjarnan í Pepsi Max deildinni og Hoffenheim í meistaradeildinni. Hvernig líst þér á þau verkefni?

„Þetta er bara skemmtilegt það sem er nú að gerast, það er mikið af leikjum. Þetta er miklu jafnari deild og erfiðari leikir finnst mér. Svo er spennandi dæmi að fara spila á móti sterkum liðum í evrópu, okkur hlakkar bara til."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner