Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 06. ágúst 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Arsenal ósáttir við uppsagnir starfsmanna
Leikmenn Arsenal eru afar ósáttir eftir að 55 starfsmönnum hjá félaginu var sagt upp störfum í gær.

Leikmenn liðsins samþykktu að taka á sig 12,5% launalækkun í apríl vegna áhrifa kórónuveirunnar á fjárhag félagsins.

Á sama tíma fengu leikmennirnir loforð um að enginn starfsmaður myndi missa starf sitt hjá félaginu.

Í gær voru 55 starfsmenn reknir úr starfi og þetta hefur vakið reiði hjá leikmönnum Arsenal.

Stuðningsmenn félagsins eru einnig reiðir og þekktir fjölmiðlamenn á Englandi hafa einnig gagnrýnt að bikarmeistararnir séu á fullu að vinna í að styrkja leikmannahópinn á sama tíma og 55 starfsmönnum er sagt upp.

Sjá einnig:
Hópuppsögn hjá Arsenal - Einn virtasti njósnari heims látinn fara

Athugasemdir
banner
banner