Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 06. ágúst 2022 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Heiðar: Held að allir séu sammála um að fótboltinn vann ekki í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú varst á leiknum líka. Ég held að allir séu sammála um það, meira að segja Þórsararnir líka, að fótboltinn vann ekki í dag. Við spiluðum fantavel, vorum að koma okkur í mjög góð færi, finnst eins og þetta hafi verið 10-15 dauðafæri. Það er bjargað tvisvar-þrisvar á línu hérna og ég veit ekki hvað og hvað. Ég held að við hefðum ekki einu sinni skorað þó að við hefðum haldið áfram að spila tvo klukkutíma í viðbót. Sem er mjög leiðinlegt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Vestra, eftir tap gegn Þór á útivelli í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Vestri

„Ég veit ekki hvort það var 10 sm grasið eða hvað það var sem gerir það að verkum að við gátum ekki troðið tuðrunni inn."

Vestri hafði unnið tvo leiki fyrir leikinn í dag. Ertu ánægður með þróunina á liðinu í síðustu leikjum?

„Mjög, virkilega. Við höfum sleppt inn fáum mörkum sem var að bögga okkur í byrjun. Við erum með það mikil gæði finnst mér í liðinu að við eigum alltaf að geta komið okkur í færi - það þarf bara að nýta þau sem við gerðum ekki í dag."

„Mér líður mjög vel núna, erum komnir á einhvern stað með liðið sem mér líður mjög vel með. Ég er búinn að setja smá fingrafar á þetta núna og ég held að allir séu að róa í sömu átt með þetta núna. Við lítum vel út en það þarf ekki alltaf að lúkka vel sko, þú þarft að ná í þessi stig sem eru í boði og við gerðum það ekki í dag. Því miður er það þannig en það er bara áfram gakk í þessu."


Gunnar kom nánar inn á færanýtinguna í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Hann var einnig spurður út í framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner