Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
banner
   þri 06. september 2022 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Sara var byrjuð að sjá drauminn fyrir sér: Það var ótrúlega sárt
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu tilfinningar eru ekki góðar," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir grátlegt tap gegn Hollandi í kvöld.

Íslenska liðið þarf núna að fara í umspil um sæti á HM.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

„Fyrri hálfleikur var ekki góður. Við vorum eftir á og náðum ekki að klukka þær, náðum ekki að halda bolta og náðum ekki að skapa okkur mikið. Við vorum þreyttar því við vorum alltaf eftir á. Við náðum ekki að leysa þetta fyrr en í seinni hálfleik þegar við þéttum inn á miðjuna."

„Það gerði okkur auðveldara fyrir að verjast. Við gáfum þeim kantana og gáfum þeim svæðin þar og svo vörðumst við fyrirgjöfunum, við gerðum það ótrúlega vel. Ef það vorum ekki við, þá var Sandra að grípa alla bolta."

„Það var ótrúlega sárt að sjá boltann inni þegar nokkrar sekúndur voru eftir."

„Maður var byrjaður að sjá þetta fyrir sér (HM drauminn) og það var gríðarlega sárt að sjá boltann inni."

Hvernig rífur maður sig upp eftir þetta?

„Maður gerir það bara. Maður verður bara að halda áfram. Þetta er ekki búið. Það er umspilið eftir. Við þurfum að leyfa okkur að líða illa í kvöld. Svo hittumst við aftur eftir fjórar vikur. Það er bara áfram gakk," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner