Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 06. september 2022 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Sara var byrjuð að sjá drauminn fyrir sér: Það var ótrúlega sárt
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu tilfinningar eru ekki góðar," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir grátlegt tap gegn Hollandi í kvöld.

Íslenska liðið þarf núna að fara í umspil um sæti á HM.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

„Fyrri hálfleikur var ekki góður. Við vorum eftir á og náðum ekki að klukka þær, náðum ekki að halda bolta og náðum ekki að skapa okkur mikið. Við vorum þreyttar því við vorum alltaf eftir á. Við náðum ekki að leysa þetta fyrr en í seinni hálfleik þegar við þéttum inn á miðjuna."

„Það gerði okkur auðveldara fyrir að verjast. Við gáfum þeim kantana og gáfum þeim svæðin þar og svo vörðumst við fyrirgjöfunum, við gerðum það ótrúlega vel. Ef það vorum ekki við, þá var Sandra að grípa alla bolta."

„Það var ótrúlega sárt að sjá boltann inni þegar nokkrar sekúndur voru eftir."

„Maður var byrjaður að sjá þetta fyrir sér (HM drauminn) og það var gríðarlega sárt að sjá boltann inni."

Hvernig rífur maður sig upp eftir þetta?

„Maður gerir það bara. Maður verður bara að halda áfram. Þetta er ekki búið. Það er umspilið eftir. Við þurfum að leyfa okkur að líða illa í kvöld. Svo hittumst við aftur eftir fjórar vikur. Það er bara áfram gakk," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner