PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristall orðinn markahæstur í sögu U21
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason er orðinn markahæsti leikmaður í sögu U21 landsliðsins.

Hann skoraði þrennu þegar Ísland vann virkilega flottan 4-2 sigur gegn Danmörku núna áðan í undankeppni Evrópumótsins.

Kristall, sem er leikmaður SönderjyskE í Danmörku, hefur núna skorað ellefu mörk í 18 leikjum með U21 landsliðinu.

Hann er búinn að taka fram úr Emil Atlasyni, núverandi framherja Stjörnunnar, sem gerði átta mörk fyrir U21 landsliðið.

Hannes Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen skoruðu báðir sjö mörk í þessum aldursflokki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner