Pep Guardiola, stjóri Man City, var gríðarlega hrifinn af frammistöðu Adama Traore, leikmanns Fulham, í leik liðanna í gær.
Traore komst ekki á blað en fór oft á tíðum illa með vörn City en tókst ekki að sigrast á Ederson. Hann nýtti hraða sinn m.a. gegn Kyle Walker sem er talinn einn fljótasti leikmaður deildarinnar.
„Þetta var flottur leikur. Adama bjó til mörg færi, hann er óstöðvandi. Enginn leikmaður hefur tök á honum þegar hann kemst á ferðina, þú verður að verjast við teiginn, það er ómögulegt að hafa stjórn á honum," sagði Guardiola.
Man City svaraði með þremur mörkum eftir að Fulham komst yfir í leiknum en lokatölur urðu 3-2 City í vil. Liðið er stigi á eftir Liverpool sem er á toppnum.
Athugasemdir