Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Ætla að styrkja hópinn með allavega þremur sterkum leikmönnum
KA menn vilja horfa ofar í töfluna.
KA menn vilja horfa ofar í töfluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrra markinu í bikarúrslitaleiknum fagnað.
Fyrra markinu í bikarúrslitaleiknum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ívar Arnbro.
Ívar Arnbro.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Dan verður ekki áfram.
Elmar Dan verður ekki áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA endaði í 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar, liðið varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári.

Fótbolti.net ræddi við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, um mögulegar styrkingar á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil.

Vilja horfa ofar í töflunni
„Ég vona að næstu tilkynningar sem stuðningsmenn sjái verði um framlengingar hjá leikmönnum sem spiluðu með okkur í sumar, áherslan er á því að endursemja og framlengja við menn sem við viljum að séu kjarninn í liðinu á komandi árum."

„Plan A og Plan B er að fá inn þrjá sterka leikmenn með þessum hóp sem við viljum byggja liðið í kringum. En ef t.d. Bjarni Aðalsteinsson verður ekki áfram þá þyrftum við að fá inn mann í hans stað."

„Við erum á leið í Evrópu og við viljum bæta í, viljum horfa ofar, vera í þessari baráttu með topp fjórum liðunum."

„Við sem erum að stýra þessu bakvið tjöldin erum að stefna að því að búa til hóp sem verður mjög samkeppnishæfur í apríl þegar mótið byrjar."


Með einn reyndan og einn efnilegan markvörð
Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, framlengdi á dögunum samning sinn við KA og tekur slaginn áfram með liðinu. Kristijan Jajalo kvaddi félagið í haust en hjá KA er unglingalandsliðsmaðurinn Ívan Arnbro Þórhallsson sem gæti komið inn í hópinn.

„Akkúrat í dag er planið þannig að Stubbur og Ívar myndi markmannsteymið. Við þurfum að vanda okkur með Ívar, hann stóð sig vel á láni hjá Hetti/Hugin í sumar og er núna á leið í verkefni með U19. Það er ekkert launungarmál að það er nágrannalið hér á svæðinu (Völsungur) sem er að velta fyrir sér hvort að hann geti verið möguleiki. Það er eitthvað sem við þurfum að vega og meta. Við þurfum að finna meðalveginn hvað sé best fyrir KA og hvað sé best fyrir Ívar."

Elmar Dan verður ekki áfram
Elmar Dan Sigþórsson, aðstoðarþjálfari KA á liðnu tímabili, verður ekki áfram í þjálfarateyminu.

„Elmar verður ekki áfram, en ég á ekki von á því að það komi inn nýr þjálfari inn í meistaraflokksteymið. Við erum að leita að afreksþjálfara sem kannski yrði teyminu eitthvað innan handar. Hlutverkið hjá þeim þjálfara yrði meira í að fylgja á eftir leikmönnunum sem eru 16-20 ára hér hjá okkur."

„Partur af markmiðum okkar og stefnu er að koma þessum leikmönnum aðeins nær því að vera í mínútum í meistaraflokki. 2. flokkur varð Íslandsmeistari í sumar og 3. flokkur í fyrra. Við erum með hörkuleikmenn sem við viljum gera að framtíðarleikmönnum KA,"
segir Sævar.

Það má, miðað við orð Sævars, ætla að Steingrímur Örn Eiðsson verði einn titlaður aðstoðarþjálfari KA á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner