Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. nóvember 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Strákar sem eru búnir að vera algjörlega ómetanlegir fyrir okkur"
Elfar Árni lyftir bikarnum.
Elfar Árni lyftir bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Andri Fannar.
Andri Fannar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn.
Viðar Örn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein frá 2018 af markaskorarnum Eflari Árna.
Ein frá 2018 af markaskorarnum Eflari Árna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sex leikmenn sem voru í hlutverki hjá KA í sumar eru með lausa samninga. Það eru þeir Sveinn Margeir Hauksson, Bjarni Aðalsteinsson, Darko Bulatovic, Viðar Örn Kjartansson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Andri Fannar Stefánsson.

Fótbolti.net ræddi við framkvæmdastjóra KA, Sævar Pétursson, og þegar hefur verið fjallað um fyrstu þrjá sem nefndir eru hér að ofan. Í þessum hluta viðtalsins svarar Sævar spurningum um framtíð síðustu þriggja. Fyrst var spurt út í Viðar.

Í viðræðum við Viðar
„Við erum að skoða hvað við og Viðar viljum gera, ég held að það sé áhugi bæði hjá okkur og hans megin og nú eru menn aðeins að ræða hlutina, hvernig okkar hugmyndir og hans ganga heim og saman," segir Sævar.

Viðar er sem stendur í keppnisbanni frá FIFA þar sem hann á eftir að gera upp við sitt fyrrum félag í Búlgaríu, CSKA Sofia 1948.
   21.10.2024 23:55
Viðar Örn: Vel viðráðanleg upphæð og verður leyst mjög bráðlega

„Ég hef fulla trú á því að ef hann geri samning að hann leysi það. Það á ekki að vera óyfirstíganlegt. Þetta snýst fyrst og fremst að ákveða hvort að hans sýn og okkar gangi heim og saman. Það spjall er í gangi."

„Alls ekki þannig að við viljum skella hurðinni á eftir þeim"
Þeir Andri Fannar og Elfar Árni voru ekki í stórum hlutverkum innan vallar á nýliðnu tímabili. Þeir hafa verið orðaðir við Völsung núna í haust en KA er í viðræðum við þá báða um áframhaldandi samstarf.

„Við erum búnir að taka fyrsta spjall með þeim báðum. Þetta eru strákar sem eru búnir að vera algjörlega ómetanlegir fyrir okkur síðustu ár. Við viljum skoða hvort það sé grundvöllur fyrir samstarfi á okkar forsendum og þeirra. Staðan er alls ekki þannig að við viljum skella hurðinni á eftir þeim, en ekkert launungarmál að hlutverkið hefur minnkað og við viljum á sama tíma koma yngri strákunum okkar nær liðinu."

„Ef við náum ekki saman um hlutverk þessara tveggja þá munum við sjá á eftir þeim því þeir eru gríðarlega miklir KA menn og eru búnir að vera hjá okkur síðustu 9-10 ár og Andri náttúrulega ennþá lengur, hann er líka mikilvægur í starfinu okkar sem þjálfari."

„Við þurfum aðeins að byrja endurnýjun, síðustu 6-7 ár hefur svona 70% af kjarnanum verið saman. Við þurfum að breyta hópnum örlítið núna til að halda áfram næstu árin,"
segir Sævar.

Andri Fannar er uppalinn í KA, lék með Val um árabil en sneri svo aftur í uppeldisfélagið. Eins og fyrr segir spilaði hann ekki mikið í sumar en átti eftirminnilega mjög góðan leik þegar KA tryggði sér sæti í bikarúrslitum með sigri gegn einmitt Val.

Elfar Árni hefur verið hjá KA frá því að hann kom frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2015 og er næstmarkahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner