Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casillas vill að gömlu stjörnurnar mætist í styrktarleik
Casillas hefur orðið Heims- og Evrópumeistari með Spáni.
Casillas hefur orðið Heims- og Evrópumeistari með Spáni.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Iker Casillas hefur stungið upp á því að goðsagnir fornra tíma mætist í styrktarleik fyrir baráttuna gegn kórónuveirunni.

Casillas var mikilvægur partur af stjörnum prýddu 'Galacticos' liði Real Madrid á sínum tíma þar sem hann lék meðal annars með Zinedine Zidane, Ronaldo, Luis Figo og David Beckham.

Hann vill spila við fornar stjörnur Barcelona í 'El Clasico' viðureign þar sem allur hagnaður rynni til heilbrigðisyfirvalda á Spáni.

Þetta sagði hann á Twitter, þegar hann blandaði sér í umræðu með Andres Iniesta og Carles Puyol sem rifjuðu upp gamla tíma með félaga sínum Xavi Hernandez.

Iniesta birti myndband af Xavi á Twitter og skrifaði „Það voru forréttindi að fá að horfa á Xavi spila fótbolta af fimm metra færi."

Puyol svaraði honum: „Þú getur ekki ímyndað þér hvernig það var að vera nokkrum metrum fyrir aftan ykkur og fylgjast með ykkur spila."

Þá blandaði Casillas sér við umræðuna og stakk uppá því að spila El Clasico.

„Þetta er mjög fallegt en ég þurfti að fylgjast með ykkur af hinum enda vallarins ansi oft. Þegar þessi martröð líður hjá ættum við að smala saman goðsögnum síðustu ára og spila El Clasico til að safna pening fyrir þá sem eru þurfi," skrifaði Casillas og fékk góð viðbrögð, meðal annars frá Cesc Fabregas, Gaizka Mendieta og Fernando Morientes.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner