Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals spilaði sinn fyrsta alvöru keppnileik hér á landi þegar Valur vann ÍA 2-0.
„Bara fullkomið, héldum hreinu og þrjú stig og fyrir mig persónulega að skora sem var bara mjög fínt og líka fyrir Patrick að skora sitt hundraðara mark í Íslandsmóti. Það er gott að vera með framherja sem skorar snemma í mótinu og gott fyrir hans sjálfstraust og við munum þurfa hann í sumar" voru fyrstu viðbrögð Gylfa Þórs eftir sigurinn á Val í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 ÍA
Gylfi Þór skoraði annað mark Vals og sitt fyrsta mark í Íslandsmótinu hér heima og reyndist það igurmark leiksins og var Gylfi fenginn til að lýsa því momenti.
„Ég var að vonast eftir betri sendingu frá Aroni en þetta er bara fínt, náði að leggja hann rétt fyrir mig og þetta var inn í boxinu svo þetta þurfti ekki að vera fast."
Gylfi Þór fékk fleiri tælkifæri í leiknum til að bæta við en hann setti boltann meðal annars í slánna eftir að Valur komst í 2-0
„Bara hjá mér og liðinu, höfðum tækifæri á að klára leikinn mikið fyrr. Meðan staðan var alltaf 1-0 var ÍA alltaf inn í leiknum en já ég hefði geta skorað fleiri."
Viðtalið við Gylfa má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.