Nýliðar HK hafa byrjað tímabilið af krafti en liðið var tveimur stigum á undan KA fyrir leik liðanna í Kórnum í kvöld.
HK komust yfir í leiknum með marki frá Marciano Aziz í fyrri hálfleik en í þeim síðari var það innkoma Ásgeirs Sigurgerissonar sem reyndist örlagavaldur HK en hann skoraði bæði mörk KA.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 KA
„Sár og svekktur. Mér fannst þetta ekki þurfa að vera niðurstaða leiksins." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.
„Við verðum bara alltof passívir þegar við komum út úr hálfleiknum. Orkustigið lækkaði en orkan var greinilega til staðar og við sáum það þegar líða fór á seinni hálfleikinn. Það var ekki það að við ættum ekki orku í bankanum til að nota þetta fyrsta korter. Við bara vorum of passívir og duttum of langt frá þeim og leyfðum þeim að fá að stjórna leiknum eða þeir tóku stjórn á leiknum eftir því hvernig þú horfir á það."
Annað mark KA var einkar fallegt en Ásgeir Sigurgeirsson tók þá sprett frá eigin vallarhelmingi sem endaði með marki.
„Mér fannst við hafa einhver tækifæri til þess að stöðva þessa sókn, löglega eða ólöglega veit ég ekki en mér fannst við eiga að geta gert betur í aðdraganda af markinu alveg klárlega."
Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
























