
Valur og Fylkir áttust við á Origo Vellinum í kvöld þar sem Valur vann 6-0 með fjórum mörkum frá Elín Mettu.
„Alltof stórt tap, varnarleikurinn og varnarlína flöt við stóðum hátt og fengum fullt af stungum í gegnum vörnina og lokuðum ekki því sem við ætluðum að loka með stungur og annað."Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leik.
„Alltof stórt tap, varnarleikurinn og varnarlína flöt við stóðum hátt og fengum fullt af stungum í gegnum vörnina og lokuðum ekki því sem við ætluðum að loka með stungur og annað."Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 6 - 0 Fylkir
Fylkir spilaði ofarlega á vellinum og Valur refsaði með stungusendingum sem að virtist svínvirka. Fylkir virtist ekki hafa nein svör sóknarlega gegn vörn Vals og sköpuðu lítið sem ekkert eftir 20 mínútu.
„Við hefðum mátt hlaupa varnarvinnuna betur við héldum boltanum ágætlega hann gekk á milli okkar en ekkert til að skapa neitt hættulegt. Við vorum ágætar í reitarboltanum í dag en sóknarlega svolítið frá þessu."
Fylkir klúðrar dauðafæri á 15 mínútu og á 18 mínútu skorar Valur og refsar. Eftir það fannst manni koma upp ákveðið vonleysi hjá Fylki.
„Maður skynjaði það alveg. En það var þó þannig að við héldum stöðum og vorum ekki úr "Shape-i" en Valsliðið er bara gríðarlega sóknarlega sterkt."
Fylkir vann Breiðablik í 16-liða úrslitum bikarsins í seinasta leik og fá svo þennan skell. Voru þær ennþá með hugan við þann sigur?
„Það getur alveg vel verið, en stelpurnar eru margar hverjar ungar og eru að læra á þetta og maður finnur það alveg að þær eru vonandi að setja þetta í reynslubankann." Sagði Kjartan að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir