Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 07. júní 2019 21:39
Orri Rafn Sigurðarson
Kjartan Stefáns: Maður skynjaði það alveg
Kvenaboltinn
Kjartan á hliðarlínunni í leik með Fylki.
Kjartan á hliðarlínunni í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Fylkir áttust við á Origo Vellinum í kvöld þar sem Valur vann 6-0 með fjórum mörkum frá Elín Mettu.

„Alltof stórt tap, varnarleikurinn og varnarlína flöt við stóðum hátt og fengum fullt af stungum í gegnum vörnina og lokuðum ekki því sem við ætluðum að loka með stungur og annað."Sagði Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  0 Fylkir

Fylkir spilaði ofarlega á vellinum og Valur refsaði með stungusendingum sem að virtist svínvirka. Fylkir virtist ekki hafa nein svör sóknarlega gegn vörn Vals og sköpuðu lítið sem ekkert eftir 20 mínútu.

„Við hefðum mátt hlaupa varnarvinnuna betur við héldum boltanum ágætlega hann gekk á milli okkar en ekkert til að skapa neitt hættulegt. Við vorum ágætar í reitarboltanum í dag en sóknarlega svolítið frá þessu."

Fylkir klúðrar dauðafæri á 15 mínútu og á 18 mínútu skorar Valur og refsar. Eftir það fannst manni koma upp ákveðið vonleysi hjá Fylki.

„Maður skynjaði það alveg. En það var þó þannig að við héldum stöðum og vorum ekki úr "Shape-i" en Valsliðið er bara gríðarlega sóknarlega sterkt."

Fylkir vann Breiðablik í 16-liða úrslitum bikarsins í seinasta leik og fá svo þennan skell. Voru þær ennþá með hugan við þann sigur?

„Það getur alveg vel verið, en stelpurnar eru margar hverjar ungar og eru að læra á þetta og maður finnur það alveg að þær eru vonandi að setja þetta í reynslubankann." Sagði Kjartan að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner