Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mið 07. júní 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Valur tognaði illa - Snýr til baka eftir sumarfrí
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í gær að Óli Valur Ómarsson var ekki í U21 landsliðinu fyrir komandi æfingaleiki í þessum mánuði. Það er þó ekkert svakalega óvænt ef horft er í tímabilið til þessa í Svíþjóð.

Óli Valur hefur ekkert spilað til þessa í Allsvenskan eftir að hafa tognað með U21 landsliðinu í æfingaleik gegn Írlandi í mars.

Stefnt er á að Óli Valur snúi til baka eftir sumarfrí sem hefst eftir 12. umferðina sem fram fer um næstu helgi.

Sænska deildin fer aftur af stað í byrjun júlí. Sirius er 12. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti. Liðið er búið að vinna tvo leiki í röð og í síðasta leik skoraði Aron Bjarnason sitt annað mark á tímabilinu þegar Sirius lagði Varnamo.

Óli Valur er tvítugur og var keyptur til Sirius frá Stjörnunni um mitt síðasta tímabil. Hann spilar oftast sem bakvörður eða vængbakvörður.
Athugasemdir
banner