Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   þri 07. júlí 2020 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Halla Margrét: Okkur finnst spáin vera kjaftæði
Kvenaboltinn
Halla Margrét segir Víkingsliðið þurfa aðeins meiri tíma til að sýna hvað í því býr
Halla Margrét segir Víkingsliðið þurfa aðeins meiri tíma til að sýna hvað í því býr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit ekki hvort ég geti bent fingrinum á eitthvað eitt. Mér fannst við gera mikið af klaufamistökum. Við náðum að framkvæma það sem við settum upp með að gera en gerðum það ekki nógu vel. Það vantaði herslumuninn,“ sagði Halla Margrét Hinriksdóttir, markvörður Víkings, aðspurð um hvað hefði farið úrskeiðis í 3-1 tapleiknum gegn Gróttu í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  3 Grótta

„Mér fannst við spila góðan fótbolta á köflum. Það er ekkert hægt að setja út á hvernig við spiluðum, við spiluðum ágætlega. Þetta féll bara ekki með okkur í dag,“ sagði Halla sem er svekkt yfir dræmri stigasöfnun Víkinga í upphafi móts.

„Þetta hefur náttúrulega ekki verið eins gott og ég hafði gert mér vonir um. Ég væri alveg til í að vera með 3 stig eftir hvern einasta leik. Sérstaklega því við byrjuðum sumarið vel.“

„Stemmningin er samt góð og við vitum að við erum betri en það sem stigataflan segir.“

„Okkur er spáð 8. sæti og okkur finnst það öllum vera algjört kjaftæði. Við þurfum bara að fá tíma til að sýna það. Þetta er að koma.“


Nánar er rætt við Höllu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner