Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   þri 07. júlí 2020 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Halla Margrét: Okkur finnst spáin vera kjaftæði
Kvenaboltinn
Halla Margrét segir Víkingsliðið þurfa aðeins meiri tíma til að sýna hvað í því býr
Halla Margrét segir Víkingsliðið þurfa aðeins meiri tíma til að sýna hvað í því býr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég veit ekki hvort ég geti bent fingrinum á eitthvað eitt. Mér fannst við gera mikið af klaufamistökum. Við náðum að framkvæma það sem við settum upp með að gera en gerðum það ekki nógu vel. Það vantaði herslumuninn,“ sagði Halla Margrét Hinriksdóttir, markvörður Víkings, aðspurð um hvað hefði farið úrskeiðis í 3-1 tapleiknum gegn Gróttu í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  3 Grótta

„Mér fannst við spila góðan fótbolta á köflum. Það er ekkert hægt að setja út á hvernig við spiluðum, við spiluðum ágætlega. Þetta féll bara ekki með okkur í dag,“ sagði Halla sem er svekkt yfir dræmri stigasöfnun Víkinga í upphafi móts.

„Þetta hefur náttúrulega ekki verið eins gott og ég hafði gert mér vonir um. Ég væri alveg til í að vera með 3 stig eftir hvern einasta leik. Sérstaklega því við byrjuðum sumarið vel.“

„Stemmningin er samt góð og við vitum að við erum betri en það sem stigataflan segir.“

„Okkur er spáð 8. sæti og okkur finnst það öllum vera algjört kjaftæði. Við þurfum bara að fá tíma til að sýna það. Þetta er að koma.“


Nánar er rætt við Höllu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner