Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 17:03
Elvar Geir Magnússon
Andri Fannar byrjar gegn Braga - Lankshear í byrjunarliði Tottenham
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Will Lankshear er mikið efni.
Will Lankshear er mikið efni.
Mynd: Getty Images
Það er hellingur af Evrópuleikjum í kvöld og margir leikir sem fara af stað klukkan 17:45. Þar má finna Íslendinga í eldlínunni.

Í Evrópudeildinni er Andri Fannar Baldursson í byrjunarliði Elfsborg sem fær portúgalska liðið Braga í heimsókn. Hann lék allan leikinn hjá sænska liðinu í sigri í sænsku deildinni um síðustu helgi. Eggert Aron Guðmundsson er meðal varamanna hjá Elfsborg í kvöld.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er á sínum stað í byrjunarliði danska liðsins Midtjylland sem heimsækir FCSB í Búkarest og Andri Lucas Guðjohnsen leiðir sóknarlínu Genk gegn Omonia í Sambandsdeildinni.

Meðal annarra áhugaverðra leikja sem hefjast 17:45 er viðureign Galatasaray gegn Tottenham. Will Lankshear, 19 ára sóknarmaður Tottenham, byrjaði gegn Ferencvaros og fær annan byrjunarliðsleik í kvöld. Hann er með Brennan Johnson og Son Heung-min í sóknarlínunni.

Byrjunarlið Tottenham: Forster; Porro, Dragusin, Davies, Gray; Bissouma, Bergvall, Maddison; Johnson, Lankshear, Son.

Evrópudeildin:
17:45 Bodo-Glimt - Qarabag
17:45 Eintracht Frankfurt - Slavia Prag
17:45 Elfsborg - Braga
17:45 Steaua - Midtjylland
17:45 Galatasaray - Tottenham
17:45 Ludogorets - Athletic
17:45 Nice - Twente
17:45 Olympiakos - Rangers
17:45 St. Gilloise - Roma
20:00 Ajax - Maccabi Tel Aviv
20:00 AZ - Fenerbahce
20:00 Dynamo K. - Ferencvaros
20:00 Lazio - Porto
20:00 Man Utd - PAOK
20:00 Rigas FS - Anderlecht
20:00 Hoffenheim - Lyon
20:00 Plzen - Real Sociedad

Sambandsdeildin:
17:45 Petrocub - Rapid
17:45 Backa Topola - Lugano
17:45 HJK Helsinki - Olimpija
17:45 Gent - Omonia
17:45 Legia - Dinamo Minsk
17:45 Pafos FC - Astana
17:45 Shamrock - TNS
20:00 APOEL - Fiorentina
20:00 Chelsea - Noah
20:00 Djurgarden - Panathinaikos
20:00 FCK - Istanbul Basaksehir
20:00 Hearts - Heidenheim
20:00 Jagiellonia - Molde
20:00 Larne FC - St. Gallen
20:00 LASK Linz - Cercle Brugge
20:00 Betis - Celje
20:00 Guimaraes - Boleslav
Athugasemdir
banner
banner