Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Aron með bæði mörkin í sigri í fyrri leiknum
Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson gerði bæði mörk Start í 2-1 sigri á Lilleström í dag. Liðin eigast við í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Lilleström hafnaði í 14. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og Start í þriðja sæti norsku B-deildarinnar. Nú mætast þessi lið í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Aron var í byrjunarliði Start, en Arnór Smárason var á bekknum hjá Lilleström og var þar allan leikinn. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start.

Leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Start, en Lilleström komst yfir á 28. mínútu og leiddi 1-0 í hálfleik. Á 54. mínútu jafnaði Aron úr vítaspyrnu. Hann kom svo start yfir með öðru marki sínu á 69. mínútu. Það reyndist sigurmarkið, lokatölur 2-1.

Aron hefur átt mjög flott tímabil með Start og skoraði hann 13 mörk í 30 deildarleikjum á leiktíðinni.

Seinni leikur Start og Lilleström fer fram á heimavelli síðarnefnda liðsins á miðvikudaginn.

Sjá einnig:
Aron Sig: Er að eiga mitt langbesta tímabil sem atvinnumaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner