„Það er að sjálfsögðu ekki það sem við erum að fara stefna að í KR. Ég hef sagt það nokkrum sinnum að við erum KR og það er ekki stefnt á neitt annað en titil þar," sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, í viðtali við Fótbolta.net.
Fótbolti.net spáir KR 5. sætinu í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
Fótbolti.net spáir KR 5. sætinu í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: KR
„Klárlega tel ég okkur vera með hópinn til þess að vera í baráttunni um titilinn. Við erum alltaf með hóp sem stefnir á titilinn og ég er 100% viss um að við séum með það."
„Nýju leikmennirnir eru búnir að vera mjög flottir, þeir eru góðir drengir og stækka hópinn okkar. Ég held að þeir eigi eftir að koma mörgum á óvart," sagði Pálmi.
Fagnaðiru þegar Víkingur vann ÍA í bikarúrslitaleiknum í fyrra?
„Það gaf okkur Evrópusæti og auðvitað er það hrikalega mikilvægt fyrir okkur. Ég fagnaði svo sem ekki að Víkingar hefðu orðið bikarmeistarar en ég fagnaði Evrópusætinu okkar og það hélst hönd í hönd. Við vorum gríðarlega sáttir með það. Við viljum ekki að þetta sé í höndum annarra en það var það í þetta skiptið og slapp til."
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Athugasemdir
























