Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 08. apríl 2024 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigurleikinn gegn Póllandi.
Eftir sigurleikinn gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Glódís Perla og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við áttum góða æfingu í dag eftir að hafa ferðast í gær. Við erum klárar í þetta," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar okkar spila á morgun sinn annan leik í undankeppni Evrópumótsins er þær mæta Þýskalandi á útivelli. Fyrsti leikurinn var 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag.

Glódís þekkir þýska liðið býsna vel þar sem hún er fyrirliði Bayern München en hvernig líst henni á að mæta þeim?

„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og mikið af góðum einstaklingum. Þær hafa samt verið upp og niður undanfarin ár; náð frábærum úrslitum og svo verið að tapa stigum og leikjum á óvæntum stöðum. Ef við mætum með okkar besta leik þá getum við strítt þeim. Við viljum halda áfram að þróa okkar leik."

Þýskaland hóf undankeppnina gegn Austurríki á dögunum og lentu þær í vandræðum þar.

„Við erum búnar að horfa á klippur úr þeim leik. Austurríki fékk ekki mörg færi en nýttu þau vel. Þýskaland átti ekki að fá vítið sem kláraði leikinn fyrir þær. Við sjáum í þessum leik að við munum vonandi fá fær. Þær gefa stundum færi á sér og gera mistök, en við þurfum þá að vera klárar. Við þurfum jafnframt að standa fast í okkar varnarleik."

Ísland tapaði stórt gegn Þýskalandi á útivelli í fyrra en Glódís segir liðið á öðrum stað núna.

„Við sem lið erum á allt öðrum stað núna en þegar við spiluðum við þær síðast. Við höfum þjappað okkur betur saman. Það var allt annar leikur þegar við spiluðum við þær heima. Vonandi erum við búnar að taka enn fleiri skref í dag. Við viljum halda áfram að bæta okkar leik og sjá hvernig við getum útfært það á móti enn betra liði," segir Glódís.

„Það er alltaf möguleiki. Þessi íslenska geðveiki sem við tölum alltaf um verður að vera til staðar. Maður veit það alveg að fólk er yfirleitt ekki spennt að spila á móti okkur. Og það er kannski ekki af fótboltalegum ástæðum, heldur út af því hvað við erum fastar fyrir, verjumst vel og erum til í að gera allt fyrir land og þjóð. Við þurfum að gera það á morgun."

Fyrirliðinn er að mæta mörgum liðsfélögum sínum og segir hún það skemmtilegt.

„Maður þekkir þær vel og þær þekkja mig vel. Ég er vön að æfa með þeim og það er svolítið skrítið að spila á móti þeim og í einhverju mixi við leikmenn úr Wolfsburg. Þetta verður vonandi gríðarlega skemmtilegur leikur," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem landsliðsfyrirliðinn ræðir meðal annars möguleika Íslands í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner