Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Bjössi: Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur upp á topp
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
banner
   mán 08. apríl 2024 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Glódís: Veit að fólk er ekki spennt að spila á móti okkur
Icelandair
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir sigurleikinn gegn Póllandi.
Eftir sigurleikinn gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Glódís Perla og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við áttum góða æfingu í dag eftir að hafa ferðast í gær. Við erum klárar í þetta," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stelpurnar okkar spila á morgun sinn annan leik í undankeppni Evrópumótsins er þær mæta Þýskalandi á útivelli. Fyrsti leikurinn var 3-0 sigur gegn Póllandi síðasta föstudag.

Glódís þekkir þýska liðið býsna vel þar sem hún er fyrirliði Bayern München en hvernig líst henni á að mæta þeim?

„Þær eru með gríðarlega sterkt lið og mikið af góðum einstaklingum. Þær hafa samt verið upp og niður undanfarin ár; náð frábærum úrslitum og svo verið að tapa stigum og leikjum á óvæntum stöðum. Ef við mætum með okkar besta leik þá getum við strítt þeim. Við viljum halda áfram að þróa okkar leik."

Þýskaland hóf undankeppnina gegn Austurríki á dögunum og lentu þær í vandræðum þar.

„Við erum búnar að horfa á klippur úr þeim leik. Austurríki fékk ekki mörg færi en nýttu þau vel. Þýskaland átti ekki að fá vítið sem kláraði leikinn fyrir þær. Við sjáum í þessum leik að við munum vonandi fá fær. Þær gefa stundum færi á sér og gera mistök, en við þurfum þá að vera klárar. Við þurfum jafnframt að standa fast í okkar varnarleik."

Ísland tapaði stórt gegn Þýskalandi á útivelli í fyrra en Glódís segir liðið á öðrum stað núna.

„Við sem lið erum á allt öðrum stað núna en þegar við spiluðum við þær síðast. Við höfum þjappað okkur betur saman. Það var allt annar leikur þegar við spiluðum við þær heima. Vonandi erum við búnar að taka enn fleiri skref í dag. Við viljum halda áfram að bæta okkar leik og sjá hvernig við getum útfært það á móti enn betra liði," segir Glódís.

„Það er alltaf möguleiki. Þessi íslenska geðveiki sem við tölum alltaf um verður að vera til staðar. Maður veit það alveg að fólk er yfirleitt ekki spennt að spila á móti okkur. Og það er kannski ekki af fótboltalegum ástæðum, heldur út af því hvað við erum fastar fyrir, verjumst vel og erum til í að gera allt fyrir land og þjóð. Við þurfum að gera það á morgun."

Fyrirliðinn er að mæta mörgum liðsfélögum sínum og segir hún það skemmtilegt.

„Maður þekkir þær vel og þær þekkja mig vel. Ég er vön að æfa með þeim og það er svolítið skrítið að spila á móti þeim og í einhverju mixi við leikmenn úr Wolfsburg. Þetta verður vonandi gríðarlega skemmtilegur leikur," sagði Glódís.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem landsliðsfyrirliðinn ræðir meðal annars möguleika Íslands í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner