Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 08. júní 2024 18:33
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Fáránlegt að vera með jafna stöðu með korter eftir
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði Dalvík/Reyni 4-3.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 Dalvík/Reynir

„Það eru blendnar tilfinningar, ég er ánægður með 90% af leiknum hjá okkur hvað frammistöðu varðar. Þetta er leikur sem við eigum að ganga frá miklu fyrr. Það er ótrúlegt að við erum komnir í 3-3 stöðu í seinni hálfleik, því við áttum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk í leiknum. Að sama skapi eigum við að koma í veg fyrir mörkin sem þeir eru að skora, þannig að úti á velli fannst mér við vera miklu betra liðið. Við vorum að skapa mikið af færum og mikið af stöðum. Ég er stoltur af frammistöðunni þar en síðan í teigunum þurfum við að gera betur. Ég er sannfærður um að strákarnir munu breyta því, þrátt fyrir allt þá skorum við fjögur mörk í dag sem er fínt. Ég er viss um að við tökum það góða úr þessum leik og nýtum það í framhaldinu og lögum það sem við getum gert betur."

Afturelding var augljóslega betra liðið á vellinum en að Dalvík nái að jafna leikinn í 3-3 gerði leikinn óþarflega spennandi fyrir heimaliðið.

„Ég hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta. Við erum með frábæra liðsheild og það er mikil trú í hópnum, ég hafði allan tíman trú á því að við myndum ná að klára dæmið sem við gerðum og gerðum vel. En að sjálfsögðu er það að mínu mati fáránlegt að við höfum verið með jafna stöðu þegar það var korter eftir. Það var engin ástæða til þess miðað við gang leiksins og við eigum að gera betur."

Þegar Afturelding kemst í stöðuna 3-1 þá róaðist sóknarleikur þeirra aðeins sem gerði Dalvíkingum kleift að komast aftur inn í leikinn.

„Ég er sammála því að einhverju leiti en mér fannst við samt vera að sækja áfram á þá. Mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að minnka munin í 3-2 þegar það kemur. Og í rauninni sama í stöðunni 3-2, mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að jafna leikinn í 3-3. Þannig þetta var bara mjög furðulegur leikur. Ég hef horft á mjög marga fótboltaleiki í gegnum tíðina og þetta er einn sá furðulegasti myndi ég segja af mörgum ástæðum."

Afturelding byrjaði tímabilið illa en þeir hafa núna unnið tvo leiki í röð sem er mikilvægt fyrir liðið sem ætlar sér að berjast á toppnum.

„Við erum að spila betur, mér finnst vera stígandi í okkar leik í síðustu leikjum. Bara í síðustu tveim leikjum finnst mér vera stígandi í okkar leik og við erum að verða betri og betri. Ég held að við séum að koma með stíganda inn í mótið, ég held að við erum bara að verða betri. Ég finn það líka á æfingum og annað að við erum að bæta okkur, dag frá degi og viku frá viku. Við náðum að setja fjögur mörk í dag þó ég hefði viljað hafa þau miklu fleiri. Þá er það allavega jákvætt, við sköpum okkur fullt af færum og spilum góðan fótbolta. Þannig ég er bjartsýnn á framhaldið og við þurfum bara að halda áfram, við viljum meira. Það er bara næsti leikur á móti Þrótti á fimmtudaginn og við verðum klárir í bátana þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner