Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   lau 08. júní 2024 18:33
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Fáránlegt að vera með jafna stöðu með korter eftir
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði Dalvík/Reyni 4-3.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 Dalvík/Reynir

„Það eru blendnar tilfinningar, ég er ánægður með 90% af leiknum hjá okkur hvað frammistöðu varðar. Þetta er leikur sem við eigum að ganga frá miklu fyrr. Það er ótrúlegt að við erum komnir í 3-3 stöðu í seinni hálfleik, því við áttum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk í leiknum. Að sama skapi eigum við að koma í veg fyrir mörkin sem þeir eru að skora, þannig að úti á velli fannst mér við vera miklu betra liðið. Við vorum að skapa mikið af færum og mikið af stöðum. Ég er stoltur af frammistöðunni þar en síðan í teigunum þurfum við að gera betur. Ég er sannfærður um að strákarnir munu breyta því, þrátt fyrir allt þá skorum við fjögur mörk í dag sem er fínt. Ég er viss um að við tökum það góða úr þessum leik og nýtum það í framhaldinu og lögum það sem við getum gert betur."

Afturelding var augljóslega betra liðið á vellinum en að Dalvík nái að jafna leikinn í 3-3 gerði leikinn óþarflega spennandi fyrir heimaliðið.

„Ég hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta. Við erum með frábæra liðsheild og það er mikil trú í hópnum, ég hafði allan tíman trú á því að við myndum ná að klára dæmið sem við gerðum og gerðum vel. En að sjálfsögðu er það að mínu mati fáránlegt að við höfum verið með jafna stöðu þegar það var korter eftir. Það var engin ástæða til þess miðað við gang leiksins og við eigum að gera betur."

Þegar Afturelding kemst í stöðuna 3-1 þá róaðist sóknarleikur þeirra aðeins sem gerði Dalvíkingum kleift að komast aftur inn í leikinn.

„Ég er sammála því að einhverju leiti en mér fannst við samt vera að sækja áfram á þá. Mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að minnka munin í 3-2 þegar það kemur. Og í rauninni sama í stöðunni 3-2, mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að jafna leikinn í 3-3. Þannig þetta var bara mjög furðulegur leikur. Ég hef horft á mjög marga fótboltaleiki í gegnum tíðina og þetta er einn sá furðulegasti myndi ég segja af mörgum ástæðum."

Afturelding byrjaði tímabilið illa en þeir hafa núna unnið tvo leiki í röð sem er mikilvægt fyrir liðið sem ætlar sér að berjast á toppnum.

„Við erum að spila betur, mér finnst vera stígandi í okkar leik í síðustu leikjum. Bara í síðustu tveim leikjum finnst mér vera stígandi í okkar leik og við erum að verða betri og betri. Ég held að við séum að koma með stíganda inn í mótið, ég held að við erum bara að verða betri. Ég finn það líka á æfingum og annað að við erum að bæta okkur, dag frá degi og viku frá viku. Við náðum að setja fjögur mörk í dag þó ég hefði viljað hafa þau miklu fleiri. Þá er það allavega jákvætt, við sköpum okkur fullt af færum og spilum góðan fótbolta. Þannig ég er bjartsýnn á framhaldið og við þurfum bara að halda áfram, við viljum meira. Það er bara næsti leikur á móti Þrótti á fimmtudaginn og við verðum klárir í bátana þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner