Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 08. júní 2024 18:33
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Fáránlegt að vera með jafna stöðu með korter eftir
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði Dalvík/Reyni 4-3.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 Dalvík/Reynir

„Það eru blendnar tilfinningar, ég er ánægður með 90% af leiknum hjá okkur hvað frammistöðu varðar. Þetta er leikur sem við eigum að ganga frá miklu fyrr. Það er ótrúlegt að við erum komnir í 3-3 stöðu í seinni hálfleik, því við áttum að vera búnir að skora miklu fleiri mörk í leiknum. Að sama skapi eigum við að koma í veg fyrir mörkin sem þeir eru að skora, þannig að úti á velli fannst mér við vera miklu betra liðið. Við vorum að skapa mikið af færum og mikið af stöðum. Ég er stoltur af frammistöðunni þar en síðan í teigunum þurfum við að gera betur. Ég er sannfærður um að strákarnir munu breyta því, þrátt fyrir allt þá skorum við fjögur mörk í dag sem er fínt. Ég er viss um að við tökum það góða úr þessum leik og nýtum það í framhaldinu og lögum það sem við getum gert betur."

Afturelding var augljóslega betra liðið á vellinum en að Dalvík nái að jafna leikinn í 3-3 gerði leikinn óþarflega spennandi fyrir heimaliðið.

„Ég hafði alltaf trú á því að við myndum klára þetta. Við erum með frábæra liðsheild og það er mikil trú í hópnum, ég hafði allan tíman trú á því að við myndum ná að klára dæmið sem við gerðum og gerðum vel. En að sjálfsögðu er það að mínu mati fáránlegt að við höfum verið með jafna stöðu þegar það var korter eftir. Það var engin ástæða til þess miðað við gang leiksins og við eigum að gera betur."

Þegar Afturelding kemst í stöðuna 3-1 þá róaðist sóknarleikur þeirra aðeins sem gerði Dalvíkingum kleift að komast aftur inn í leikinn.

„Ég er sammála því að einhverju leiti en mér fannst við samt vera að sækja áfram á þá. Mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að minnka munin í 3-2 þegar það kemur. Og í rauninni sama í stöðunni 3-2, mér fannst við líklegri til að skora fjórða markið heldur en þeir að jafna leikinn í 3-3. Þannig þetta var bara mjög furðulegur leikur. Ég hef horft á mjög marga fótboltaleiki í gegnum tíðina og þetta er einn sá furðulegasti myndi ég segja af mörgum ástæðum."

Afturelding byrjaði tímabilið illa en þeir hafa núna unnið tvo leiki í röð sem er mikilvægt fyrir liðið sem ætlar sér að berjast á toppnum.

„Við erum að spila betur, mér finnst vera stígandi í okkar leik í síðustu leikjum. Bara í síðustu tveim leikjum finnst mér vera stígandi í okkar leik og við erum að verða betri og betri. Ég held að við séum að koma með stíganda inn í mótið, ég held að við erum bara að verða betri. Ég finn það líka á æfingum og annað að við erum að bæta okkur, dag frá degi og viku frá viku. Við náðum að setja fjögur mörk í dag þó ég hefði viljað hafa þau miklu fleiri. Þá er það allavega jákvætt, við sköpum okkur fullt af færum og spilum góðan fótbolta. Þannig ég er bjartsýnn á framhaldið og við þurfum bara að halda áfram, við viljum meira. Það er bara næsti leikur á móti Þrótti á fimmtudaginn og við verðum klárir í bátana þar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner