Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 08. júlí 2020 14:02
Magnús Már Einarsson
14 ára dóttir Óskar Hrafns skoraði í Lengjudeildinni
Emelía skorar mark sitt í gær.
Emelía skorar mark sitt í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hin 14 ára gamla Emelía Óskarsdóttir skoraði í gær sitt fyrsta mark í Lengjudeild kvenna.

Emelía skoraði þriðja markið fyrir Gróttu í 3-1 útisigri á Víkingi R. en þetta var annar deildarleikur hennar með Gróttu á ferlinum.

Emelía er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.

Orri Steinn, eldri bróðir Emelía var einnig afar ungur þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í deildarkeppni en hann var þrettán ára þegar hann skoraði fyrir Gróttu gegn Hetti í 2. deildinni árið 2018.

Orri Steinn er í dag á mála hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.


Athugasemdir
banner
banner