Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 08. júlí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er mjög góð, sætur sig, 1-0 og alltaf gaman að vinna 1-0. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vörðumst vel," sagði Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

Maður tekur eftir því að þú og Jónatan eruð duglegir að skipta um stöður á vellinum. Er það hluti af upplegginu?

„Við horfum á hvern annan á vellinum. Þeir voru mjög duglegir að elta Jónatan inn og ég reyndi að draga mig út svo ég gæti opnað svæði fyrir mig."

Sætt að sjá Lenny skora? „Já, gríðarlega sætt. Nú verðum við að fara út og spila vel, verjast vel og nýta færin okkar."

Er öðruvísi að spila Evrópuleiki en aðra leiki? „Já, það er önnur tilfinning, alltaf mjög gaman að spila samt."

Gátuð þið sett gengið í deildinni heima til hliðar? „já, ég held að flestir hafi gert það, hugsað um þennan leik og næsta leik líka. Sterkt að vinna þessa leiki og vonandi erum við komnir á skrið núna," sagði Þórir Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner