„Tilfinningin er mjög góð, sætur sig, 1-0 og alltaf gaman að vinna 1-0. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vörðumst vel," sagði Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.
Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."
Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Sligo Rovers
Maður tekur eftir því að þú og Jónatan eruð duglegir að skipta um stöður á vellinum. Er það hluti af upplegginu?
„Við horfum á hvern annan á vellinum. Þeir voru mjög duglegir að elta Jónatan inn og ég reyndi að draga mig út svo ég gæti opnað svæði fyrir mig."
Sætt að sjá Lenny skora? „Já, gríðarlega sætt. Nú verðum við að fara út og spila vel, verjast vel og nýta færin okkar."
Er öðruvísi að spila Evrópuleiki en aðra leiki? „Já, það er önnur tilfinning, alltaf mjög gaman að spila samt."
Gátuð þið sett gengið í deildinni heima til hliðar? „já, ég held að flestir hafi gert það, hugsað um þennan leik og næsta leik líka. Sterkt að vinna þessa leiki og vonandi erum við komnir á skrið núna," sagði Þórir Jóhann.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir