Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   fim 08. júlí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er mjög góð, sætur sig, 1-0 og alltaf gaman að vinna 1-0. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vörðumst vel," sagði Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

Maður tekur eftir því að þú og Jónatan eruð duglegir að skipta um stöður á vellinum. Er það hluti af upplegginu?

„Við horfum á hvern annan á vellinum. Þeir voru mjög duglegir að elta Jónatan inn og ég reyndi að draga mig út svo ég gæti opnað svæði fyrir mig."

Sætt að sjá Lenny skora? „Já, gríðarlega sætt. Nú verðum við að fara út og spila vel, verjast vel og nýta færin okkar."

Er öðruvísi að spila Evrópuleiki en aðra leiki? „Já, það er önnur tilfinning, alltaf mjög gaman að spila samt."

Gátuð þið sett gengið í deildinni heima til hliðar? „já, ég held að flestir hafi gert það, hugsað um þennan leik og næsta leik líka. Sterkt að vinna þessa leiki og vonandi erum við komnir á skrið núna," sagði Þórir Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner