Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fim 08. júlí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er mjög góð, sætur sig, 1-0 og alltaf gaman að vinna 1-0. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vörðumst vel," sagði Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

Maður tekur eftir því að þú og Jónatan eruð duglegir að skipta um stöður á vellinum. Er það hluti af upplegginu?

„Við horfum á hvern annan á vellinum. Þeir voru mjög duglegir að elta Jónatan inn og ég reyndi að draga mig út svo ég gæti opnað svæði fyrir mig."

Sætt að sjá Lenny skora? „Já, gríðarlega sætt. Nú verðum við að fara út og spila vel, verjast vel og nýta færin okkar."

Er öðruvísi að spila Evrópuleiki en aðra leiki? „Já, það er önnur tilfinning, alltaf mjög gaman að spila samt."

Gátuð þið sett gengið í deildinni heima til hliðar? „já, ég held að flestir hafi gert það, hugsað um þennan leik og næsta leik líka. Sterkt að vinna þessa leiki og vonandi erum við komnir á skrið núna," sagði Þórir Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner