Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
banner
   fim 08. júlí 2021 21:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þórir Jóhann: Gríðarlega sætt að sjá Lenny skora
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er mjög góð, sætur sig, 1-0 og alltaf gaman að vinna 1-0. Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í dag, vörðumst vel," sagði Þórir Jóhann Helgason, leikmaður FH, eftir sigur gegn Sligo Rovers í kvöld.

Þú áttir sjálfur fínan leik. „Ég er nokkuð sáttur bara."

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Sligo Rovers

Maður tekur eftir því að þú og Jónatan eruð duglegir að skipta um stöður á vellinum. Er það hluti af upplegginu?

„Við horfum á hvern annan á vellinum. Þeir voru mjög duglegir að elta Jónatan inn og ég reyndi að draga mig út svo ég gæti opnað svæði fyrir mig."

Sætt að sjá Lenny skora? „Já, gríðarlega sætt. Nú verðum við að fara út og spila vel, verjast vel og nýta færin okkar."

Er öðruvísi að spila Evrópuleiki en aðra leiki? „Já, það er önnur tilfinning, alltaf mjög gaman að spila samt."

Gátuð þið sett gengið í deildinni heima til hliðar? „já, ég held að flestir hafi gert það, hugsað um þennan leik og næsta leik líka. Sterkt að vinna þessa leiki og vonandi erum við komnir á skrið núna," sagði Þórir Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner