Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   mán 08. júlí 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur Ágúst: Ég hlusta á það sem Heimir segir og geri það
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Úlfur Ágúst Björnsson leikmaður FH skoraði eina mark heimamanna í dag þegar FH gerði 1-1 janftefli við KA á Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Mér fannst að við hefðum bara átt að klára þetta og fá öll þrjú stigin. Við vorum nálægt því í lokin og mér langaði í öll þrjú."

Leikurinn var frekar jafn lengi og það var harka í honum. 

„Eins og þú segir þá var bara mikil harka og leikurinn svona kaflaskiptur inn á milli, mikið tempó í honum. Það var gott að spila leikinn og þetta hefði getað farið betur í dag en svona er þetta bara."

Úlfur spilaði fyrri hálfleikinn djúpur á miðjunni. Það þótti frekar óvanalegt þar sem Úlfur spilar yfirleitt sem fremsti maður.

„Ég bara hlusta á það sem Heimir segir, og ég geri það bara. Ég bara sinni því og svo fer bara eftir hvernig leikurinn þróast. Við erum bara að spila svona ákveðin kerfi inn á milli, við spiluðum svipað á móti Breiðablik og héldum því áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner