Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fös 08. desember 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
,,Í fyrsta skiptið sem ég geri það sem mig langar virkilega til að gera"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Afturelding
Hef ekkert nema gott um Fram að segja
Hef ekkert nema gott um Fram að segja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron hefur spilað með Haukum, Grindavík, Fram og nú Aftureldingu á sínum ferli.
Aron hefur spilað með Haukum, Grindavík, Fram og nú Aftureldingu á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ákvörðun sem mig langaði að taka, mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Ég hlakka mjög mikið til," sagði Aron Jóhannsson við Fótbolta.net í dag.

Aron gekk í raðir Aftureldingar í síðasta mánuði eftir að hafa spilað með Fram í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

„Það svo sem fór ekkert mikið í gegnum hausinn á mér (að fara úr Bestu í Lengjudeildina). Ég er tvisvar búinn að taka skrefið upp í Bestu deildina á ferlinum og það var í raun enginn þáttur í ákvörðun minni."

Aron átti fínasta tímabil með Fram. „Ég vil meina að ég heima í Bestu og það er markmiðið núna að koma Aftureldingu upp í Bestu deildina."

Af hverju ferðu frá Fram í Aftureldingu?

„Maggi (Magnús Már Einarsson) er mjög sannfærandi. Það er svo einfalt. Þetta var í þriðja skiptið sem hann reyndi að fá mig og mig langaði að fara í hin tvö skiptin og ég lét verða af því núna."

Spilaði í varnarsinnaðra hlutverki en rætt var um
Aron rifti samningi sínum við Fram í lok tímabils. Var eitthvað vesen hjá Fram?

„Alls ekki, hef ekkert nema gott um Fram að segja, leið mjög vel. Þetta er einhvern veginn í fyrsta skiptið sem ég geri það sem mig langar virkilega til að gera."

Varstu ánægður með hlutverkið hjá Fram?

„Já já. Þetta þróaðist aðeins öðruvísi en talað var um. Ég spilaði meirihluta í varnarsinnaðra hlutverki sem er ekki minn sterkasti kostur inn á vellinum. Ég fékk að fara framar síðari hlutann á tímabilinu og stóð mig bara ágætlega held ég."

Aron er 29 ára miðjumaður sem kom við sögu í öllum 27 leikjunum í sumar. Hann skoraði sex mörk og lagði upp fjögur.

Hvernig var stemningin í fallbaráttunni, var þungt andrúmsloft?

„Ég myndi ekki segja þungt. Nonni var rekinn og þá kom örlítið skrítin stemning í þetta en menn voru fljótir upp á tærnar aftur og gerðu vel. Það voru taktískar breytingar (eftir að Raggi tók við) og liðið róteraðist aðeins, en kannski ekki miklar breytingar."

Rúnar Kristinsson sagði frá því þegar hann var tilkynntur þjálfari Fram að hann væri þegar búinn að heyra í Aroni.

Aron sagði að það samtal hefði verið gott, en niðurstaðan var að Rúnar náði ekki að sannfæra hann um að vera áfram.

Leikstíllinn mest spennandi
Hvernig líst honum á Aftureldingu?

„Mjög vel, búið að koma virkilega mikið á óvart ef ég á að segja eins og er. Það er vel staðið að öllu og bara gott."

Sérðu eftir því að hafa ekki samið við Aftureldingu fyrir síðasta tímabil?

„Ég hef mikið rætt við menn í gegnum ferilinn að það er alltaf gott að vera vitur eftir á. En nei nei, engin eftirsjá."

Af hverju segirðu já við Magga núna í þriðja skiptið?

„Eins og ég kom inn á þá var þetta eitthvað sem mig langaði virkilega að gera. Kannski einhver punktur með hollustu (loyalty). Ég var lengi hjá tveimur félögum (Grindavík og Haukum), Fram er frábær klúbbur og allt það en þetta var eitthvað sem mig langaði að gera."

Hvað er mest spennandi við Aftureldingu?

„Leikstíll liðsins. Ég held hann henti mér vel og ég held að þjálfararnir sjái gott 'match' þarna," sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner