Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 09. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki eitthvað sem ég var að búast við þegar ég mætti út"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson gekk í raðir Elfsborg frá uppeldisfélagi sínu Gróttu síðasta sumar. Hákon er tvítugur markvörður sem fékk ungur að árum tækifæri í meistaraflokki Gróttu.

Sjá einnig:
Nýbyrjaður í marki og fékk traustið 16 ára - Óskar tók á sig mistökin
Hákon Rafn: Sýnir sig best í Elíasi hvað það er stutt á milli

Hákon ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi. „Seinni hutinn í Svíþjóð var fínn, ég fékk leiki og náði að æfa vel. Gott að vera kominn til Elfsborg og mér er búið að líða vel. Það gerðist að ég fékk tækifæri í markinu, það var ekki eitthvað sem ég var að búast við þegar ég mætti út. Ég var ekki að búast við leik á þessu tímabili en það var frábært að fá leiki og standa sig," sagði Hákon.

Hann fékk tækifærið þegar aðalmarkvörður Elfsborg fékk að líta rauða spjaldið og fór í tveggja leikja bann. Hákon greip tækifærið, spilaði fyrstu tvo leikina og fékk svo þrjá í viðbót áður en hann fór aftur á bekkinn.

„Það sýnir að ef maður stendur sig þá fær maður annan og fleiri sénsa. Það er frábært að spila fyrir framan marga áhorfendur og maður „zone-ar" meira inn á verkefnið, ennþá meiri einbeiting og maður er yfirleitt betri. Það er skemmtilegt, þetta er partur af leiknum og gerir hann skemmtilegri. Því fleiri í stúkunni því minna heyriru úr stúkunni, ég kann ekki sænskuna alveg þannig ef það er verið að kalla eitthvað á sænsku þá veit ég ekkert hvað er verið að segja."

„Lífið hefur verið gott, ég er að kynnast öllu svæðinu, leikmönnum, fólkinu í kring og þessari borg. Það var gott að fá Svenna, hann er alltaf léttur og mjög skemmtilegur strákur. Við reynum að gera eitthvað saman utan vallar en vorum náttúrulega báðir að læra á svæðið og gerum kannski meira á þessu ári,"
sagði Hákon en eftir að hann kom til Elfsborg gekk Sveinn Aron Guðjohnsen í raðir félagsins.

Hvernig lítur staða þín hjá félaginu út horfandi í næsta tímabill? Ertu í samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna? „Ég reyni það, stefni á að spila fleiri leiki en í fyrra. Ég mæti á æfingar og reyni að bæta mig eins mikið og ég get fyrir mót og sýna hvað í manni býr. Markmiðið er að spila fleiri leiki en í fyrra. Sænski bikarinn byrjar í byrjun febrúar og það er riðlakeppni, vonandi fær maður séns þar."

Hákon er þessa stundina með A-landsliðinu sem á fyrir höndum tvo vináttuleiki í Tyrklandi, gegn Úganda og Suður-Kóreu. Í nóvember var hann kallaður inn í A-landsliðið í fyrsta sinn.

„Það var frábært og þvílíkur heiður að koma inn í þetta landslið og fá að upplifa fyrsta landsleikinn. Ég fann að þetta er meira „professional" og hærra „level". Það er gott að finna það og læra af því," sagði Hákon.

Hann ræddi einnig um síðasta tímabil með Gróttu í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner