Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
banner
   sun 09. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki eitthvað sem ég var að búast við þegar ég mætti út"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson gekk í raðir Elfsborg frá uppeldisfélagi sínu Gróttu síðasta sumar. Hákon er tvítugur markvörður sem fékk ungur að árum tækifæri í meistaraflokki Gróttu.

Sjá einnig:
Nýbyrjaður í marki og fékk traustið 16 ára - Óskar tók á sig mistökin
Hákon Rafn: Sýnir sig best í Elíasi hvað það er stutt á milli

Hákon ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi. „Seinni hutinn í Svíþjóð var fínn, ég fékk leiki og náði að æfa vel. Gott að vera kominn til Elfsborg og mér er búið að líða vel. Það gerðist að ég fékk tækifæri í markinu, það var ekki eitthvað sem ég var að búast við þegar ég mætti út. Ég var ekki að búast við leik á þessu tímabili en það var frábært að fá leiki og standa sig," sagði Hákon.

Hann fékk tækifærið þegar aðalmarkvörður Elfsborg fékk að líta rauða spjaldið og fór í tveggja leikja bann. Hákon greip tækifærið, spilaði fyrstu tvo leikina og fékk svo þrjá í viðbót áður en hann fór aftur á bekkinn.

„Það sýnir að ef maður stendur sig þá fær maður annan og fleiri sénsa. Það er frábært að spila fyrir framan marga áhorfendur og maður „zone-ar" meira inn á verkefnið, ennþá meiri einbeiting og maður er yfirleitt betri. Það er skemmtilegt, þetta er partur af leiknum og gerir hann skemmtilegri. Því fleiri í stúkunni því minna heyriru úr stúkunni, ég kann ekki sænskuna alveg þannig ef það er verið að kalla eitthvað á sænsku þá veit ég ekkert hvað er verið að segja."

„Lífið hefur verið gott, ég er að kynnast öllu svæðinu, leikmönnum, fólkinu í kring og þessari borg. Það var gott að fá Svenna, hann er alltaf léttur og mjög skemmtilegur strákur. Við reynum að gera eitthvað saman utan vallar en vorum náttúrulega báðir að læra á svæðið og gerum kannski meira á þessu ári,"
sagði Hákon en eftir að hann kom til Elfsborg gekk Sveinn Aron Guðjohnsen í raðir félagsins.

Hvernig lítur staða þín hjá félaginu út horfandi í næsta tímabill? Ertu í samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna? „Ég reyni það, stefni á að spila fleiri leiki en í fyrra. Ég mæti á æfingar og reyni að bæta mig eins mikið og ég get fyrir mót og sýna hvað í manni býr. Markmiðið er að spila fleiri leiki en í fyrra. Sænski bikarinn byrjar í byrjun febrúar og það er riðlakeppni, vonandi fær maður séns þar."

Hákon er þessa stundina með A-landsliðinu sem á fyrir höndum tvo vináttuleiki í Tyrklandi, gegn Úganda og Suður-Kóreu. Í nóvember var hann kallaður inn í A-landsliðið í fyrsta sinn.

„Það var frábært og þvílíkur heiður að koma inn í þetta landslið og fá að upplifa fyrsta landsleikinn. Ég fann að þetta er meira „professional" og hærra „level". Það er gott að finna það og læra af því," sagði Hákon.

Hann ræddi einnig um síðasta tímabil með Gróttu í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner