Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 09. júní 2024 20:19
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum hundsvekktir með að vera dottnir úr leik. Við förum með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni. En við erum mjög ánægðir og stoltir af liðinu og framlaginu sem menn leggja í þetta og við fórum með þetta eins langt og hægt var. “ Sagði svekktur en stoltur þjálfari Keflavíkur eftir tap Keflavíkur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Allt stendi í að Valur færi með 3-2 sigur af hólmi er líða fór á síðari hálfleik framlengingar. Gabríel Aron Sævarsson var þó á öðru máli og skoraði jöfnunarmark í blálokin og tryggði Keflavík vítaspyrnukeppni.

„Við náttúrulega ákveðum að kasta öllu fram og reyna að jafna. Markmaðurinn upp í hornum og það bara tókst. Förum í vító og þá er þetta oft bara 50-50 og við klúðrum einu víti og þeir engu.“

Bikardraumur Keflavíkur er úti þetta sumarið en á ferð sinni hefur liðið slegið út tvö Bestu deildarlið og gefið því þriðja alvöru leik þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í dag. Eitthvað sem þeir geta tekið með sér í baráttuna í Lengjudeildinni?

„Núna sleikjum við bara sárin í dag og byrjum svo endurheimt á morgun. Svo förum við að byggja okkur upp í útileik gegn Dalvík næsta laugardag. Við reynum að taka þetta með okkur í deildina þar sem við höfum verið góðir í síðustu leikjum og spilað vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner