Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 09. júní 2024 20:19
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum hundsvekktir með að vera dottnir úr leik. Við förum með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni. En við erum mjög ánægðir og stoltir af liðinu og framlaginu sem menn leggja í þetta og við fórum með þetta eins langt og hægt var. “ Sagði svekktur en stoltur þjálfari Keflavíkur eftir tap Keflavíkur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Allt stendi í að Valur færi með 3-2 sigur af hólmi er líða fór á síðari hálfleik framlengingar. Gabríel Aron Sævarsson var þó á öðru máli og skoraði jöfnunarmark í blálokin og tryggði Keflavík vítaspyrnukeppni.

„Við náttúrulega ákveðum að kasta öllu fram og reyna að jafna. Markmaðurinn upp í hornum og það bara tókst. Förum í vító og þá er þetta oft bara 50-50 og við klúðrum einu víti og þeir engu.“

Bikardraumur Keflavíkur er úti þetta sumarið en á ferð sinni hefur liðið slegið út tvö Bestu deildarlið og gefið því þriðja alvöru leik þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í dag. Eitthvað sem þeir geta tekið með sér í baráttuna í Lengjudeildinni?

„Núna sleikjum við bara sárin í dag og byrjum svo endurheimt á morgun. Svo förum við að byggja okkur upp í útileik gegn Dalvík næsta laugardag. Við reynum að taka þetta með okkur í deildina þar sem við höfum verið góðir í síðustu leikjum og spilað vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner