Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 09. júní 2024 20:19
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum hundsvekktir með að vera dottnir úr leik. Við förum með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni. En við erum mjög ánægðir og stoltir af liðinu og framlaginu sem menn leggja í þetta og við fórum með þetta eins langt og hægt var. “ Sagði svekktur en stoltur þjálfari Keflavíkur eftir tap Keflavíkur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Allt stendi í að Valur færi með 3-2 sigur af hólmi er líða fór á síðari hálfleik framlengingar. Gabríel Aron Sævarsson var þó á öðru máli og skoraði jöfnunarmark í blálokin og tryggði Keflavík vítaspyrnukeppni.

„Við náttúrulega ákveðum að kasta öllu fram og reyna að jafna. Markmaðurinn upp í hornum og það bara tókst. Förum í vító og þá er þetta oft bara 50-50 og við klúðrum einu víti og þeir engu.“

Bikardraumur Keflavíkur er úti þetta sumarið en á ferð sinni hefur liðið slegið út tvö Bestu deildarlið og gefið því þriðja alvöru leik þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í dag. Eitthvað sem þeir geta tekið með sér í baráttuna í Lengjudeildinni?

„Núna sleikjum við bara sárin í dag og byrjum svo endurheimt á morgun. Svo förum við að byggja okkur upp í útileik gegn Dalvík næsta laugardag. Við reynum að taka þetta með okkur í deildina þar sem við höfum verið góðir í síðustu leikjum og spilað vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner