Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
banner
   sun 09. júní 2024 20:19
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Við erum hundsvekktir með að vera dottnir úr leik. Við förum með þetta alla leið í vítaspyrnukeppni. En við erum mjög ánægðir og stoltir af liðinu og framlaginu sem menn leggja í þetta og við fórum með þetta eins langt og hægt var. “ Sagði svekktur en stoltur þjálfari Keflavíkur eftir tap Keflavíkur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Allt stendi í að Valur færi með 3-2 sigur af hólmi er líða fór á síðari hálfleik framlengingar. Gabríel Aron Sævarsson var þó á öðru máli og skoraði jöfnunarmark í blálokin og tryggði Keflavík vítaspyrnukeppni.

„Við náttúrulega ákveðum að kasta öllu fram og reyna að jafna. Markmaðurinn upp í hornum og það bara tókst. Förum í vító og þá er þetta oft bara 50-50 og við klúðrum einu víti og þeir engu.“

Bikardraumur Keflavíkur er úti þetta sumarið en á ferð sinni hefur liðið slegið út tvö Bestu deildarlið og gefið því þriðja alvöru leik þó úrslitin hafi ekki fallið með þeim í dag. Eitthvað sem þeir geta tekið með sér í baráttuna í Lengjudeildinni?

„Núna sleikjum við bara sárin í dag og byrjum svo endurheimt á morgun. Svo förum við að byggja okkur upp í útileik gegn Dalvík næsta laugardag. Við reynum að taka þetta með okkur í deildina þar sem við höfum verið góðir í síðustu leikjum og spilað vel.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner