Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. ágúst 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að spáin gangi engan veginn upp - „Þá ertu bara brjálaður"
Man Utd fór ekki vel af stað í deildinni.
Man Utd fór ekki vel af stað í deildinni.
Mynd: Getty Images
Manchester United fór ekki vel af stað í ensku úrvalsdeildinni um síðastliðna helgi.

Þeir byrjuðu á heimaleik gegn Brighton en enduðu á því að tapa honum, 1-2.

Kristján Atli Ragnarsson, stuðningsmaður Liverpool, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðastliðinn laugardag og fór þar yfir enska boltann.

Þátturinn var tekinn fyrir leik United og Brighton, en Kristján lýsti þar yfir skoðun sinni að það væri erfitt tímabil í vændum hjá Man Utd. Hann var alls ekki bjartsýnn fyrir þeirra hönd, en United var spáð fjórða sæti af fréttafólki Fótbolta.net.

„Þeir verða ekki nálægt Meistaradeildarsæti, þeir verða ekki nálægt því. Þeir ná í Evrópusæti ef vel gengur og þeir eiga að þakka Ten Hag í vor ef þeir ná því," sagði Kristján Atli.

„Þú þarft að vera brjálaður ef þú horfir á Arsenal, Chelsea og Tottenham - sem eru að eyða mikið - og setja Manchester United í sama flokk eða upp fyrir þau. Þá ertu bara brjálaður. Það er bara þannig."

Kristján telur að United geti ekki verið í baráttu um Meistaradeildarsæti með þennan hóp sem þeir eru með núna.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenska fótboltavikan og enskt hringborð
Athugasemdir
banner