Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 09. september 2021 22:35
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Magnús Örn: Eins og vondur draumur sem varð að veruleika
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Margnús Örn Helgason, þjálfari Gróttu
Margnús Örn Helgason, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Örn Helgason var að vonum svekktur eftir 0-3 tap á móti KR í lokaumferð Lengjudeildar kvenna og niðurstaðan að Grótta er fallin úr deildinni.

"Ég er auðvitað bara í smá sjokki og bara algjörlega miður mín. Þetta er svona pínulítið eins og vondur draumur sem varð að veruleika þarna í lokinn, við erum í fallsæti í 20 mínútur en við erum í fallsæti þegar síðasti leikurinn er flautaður af og þar með erum við fallinn."

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  3 KR

Um leikinn í dag á móti KR hafi Magnús þetta að segja:

"Leikurinn í dag var bara allt í lagi. Við náttúrlega vorum bara að spila á móti góðu liði, liðinu sem vinnur deildina og já þær skora draumamark, fyrsta markið, óverjandi upp í samskeytin. Fram að því fannst mér við hafa staðið okkur gríðarlega vel. Svo kemur annað þarna fyrir hálfleik. Við fengum kanski ekkert alveg nógu mörg færi en vorum nokkrum sinnum nálægt því að minnka í 2-1. KR átti sigurinn skilið en ég er feykilega stoltur af Gróttu liðinu fyrir að hafa aldrei gefist upp og haldið áfram allann tímann og það er alveg ljóst að við föllum ekki út af þessum leik. Það eru aðrir leikir eins og síðasti leikur sem að verða þess valdandi að þetta eru okkar örlög."

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner