

Magnús Örn Helgason var að vonum svekktur eftir 0-3 tap á móti KR í lokaumferð Lengjudeildar kvenna og niðurstaðan að Grótta er fallin úr deildinni.
"Ég er auðvitað bara í smá sjokki og bara algjörlega miður mín. Þetta er svona pínulítið eins og vondur draumur sem varð að veruleika þarna í lokinn, við erum í fallsæti í 20 mínútur en við erum í fallsæti þegar síðasti leikurinn er flautaður af og þar með erum við fallinn."
"Ég er auðvitað bara í smá sjokki og bara algjörlega miður mín. Þetta er svona pínulítið eins og vondur draumur sem varð að veruleika þarna í lokinn, við erum í fallsæti í 20 mínútur en við erum í fallsæti þegar síðasti leikurinn er flautaður af og þar með erum við fallinn."
Lestu um leikinn: Grótta 0 - 3 KR
Um leikinn í dag á móti KR hafi Magnús þetta að segja:
"Leikurinn í dag var bara allt í lagi. Við náttúrlega vorum bara að spila á móti góðu liði, liðinu sem vinnur deildina og já þær skora draumamark, fyrsta markið, óverjandi upp í samskeytin. Fram að því fannst mér við hafa staðið okkur gríðarlega vel. Svo kemur annað þarna fyrir hálfleik. Við fengum kanski ekkert alveg nógu mörg færi en vorum nokkrum sinnum nálægt því að minnka í 2-1. KR átti sigurinn skilið en ég er feykilega stoltur af Gróttu liðinu fyrir að hafa aldrei gefist upp og haldið áfram allann tímann og það er alveg ljóst að við föllum ekki út af þessum leik. Það eru aðrir leikir eins og síðasti leikur sem að verða þess valdandi að þetta eru okkar örlög."
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir