Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 09. september 2024 08:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
„Auðvitað getum við notað þá saman"
Icelandair
Andri Lucas á æfingu í gær.
Andri Lucas á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn skoraði gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.
Orri Steinn skoraði gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það getur gerst, að þeir spili saman," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í Tyrklandi í gær.

Var hann þá spurður út í möguleikann á því að Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson spili saman í fremstu víglínu hjá íslenska landsliðinu.

Andri Lucas og Orri Steinn eru tveir gríðarlega spennandi sóknarmenn í íslenska landsliðinu.

Andri Lucas gekk nýverið í raðir Gent í Belgíu eftir að hafa brillerað með Lyngby í Danmörku. Þá var Orri Steinn keyptur til Real Sociedad á Spáni fyrir 20 milljónir evra á dögunum.

„Þeir voru báðir að skipta um félag og þurfa að aðlagast en þeir eru mjög hæfileikaríkir og góðir sóknarmenn," sagði Hareide.

„Auðvitað getum við notað þá saman, það er möguleiki. Við erum með marga góða sóknarleikmenn að velja úr. Ég er ánægður með sóknarkraftinn og við þurfum á því að halda."

Ólíklegt er að Andri Lucas og Orri muni byrja saman í dag, líklega er það ekki rétti tímapunkturinn gegn Tyrklandi á útivelli.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 í kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner