Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
Davíð Smári: Komust upp með að væla og liggja í grasinu
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
   fös 10. maí 2019 22:50
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ætluðum að taka síðustu 5 mínúturnar gegn HK inn í þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gústi var eðlilega sáttur með leik sinna manna gegn Víkingum í dag en þeir voru í hefndarhug eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð.
Leikurinn var í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar og var leikinn á Wurth vellinum í Árbænum þar sem að Kópavogsvöllur er ekki orðinn tilbúinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Já við lögðum leikinn svolítið upp þannig að við ætluðum að taka síðustu fimm mínúturnar úr HK leiknum með okkur inn í leikinn í dag, vera aggressívir og spila góðan fótbolta. Við gerðum það og uppskárum þrjú stig.'' Sagði Gústi strax eftir leik.

„Ég er gríðarlega sáttur með vinnuframlag leikmanna.'' Hélt hann áfram.

„Með því að fara í 3-4-3 verður vinnuframlagið mun betra og við spilum betri pressuvörn og það virkaði mjög vel afþví við vorum að spila á móti hörku liði Víkings sem er búið að standa sig mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum.'' Sagði Gústi spurður út í taktísku breytinguna að fara í 3-4-3.

„Kwame verður áfram hjá okkur, það er ljóst.'' Sagði Gústi að lokum spurður út í stöðuna á Kwame Quee en hann hefur ekki fengið mínútu hjá Blikum í deildinni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en Gústi ræðir meðal annars breiddina á hópnum og hvernig þeir fóru að því að vinna Víking.
Athugasemdir
banner