Gústi var eðlilega sáttur með leik sinna manna gegn Víkingum í dag en þeir voru í hefndarhug eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð.
Leikurinn var í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar og var leikinn á Wurth vellinum í Árbænum þar sem að Kópavogsvöllur er ekki orðinn tilbúinn.
Leikurinn var í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar og var leikinn á Wurth vellinum í Árbænum þar sem að Kópavogsvöllur er ekki orðinn tilbúinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
„Já við lögðum leikinn svolítið upp þannig að við ætluðum að taka síðustu fimm mínúturnar úr HK leiknum með okkur inn í leikinn í dag, vera aggressívir og spila góðan fótbolta. Við gerðum það og uppskárum þrjú stig.'' Sagði Gústi strax eftir leik.
„Ég er gríðarlega sáttur með vinnuframlag leikmanna.'' Hélt hann áfram.
„Með því að fara í 3-4-3 verður vinnuframlagið mun betra og við spilum betri pressuvörn og það virkaði mjög vel afþví við vorum að spila á móti hörku liði Víkings sem er búið að standa sig mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum.'' Sagði Gústi spurður út í taktísku breytinguna að fara í 3-4-3.
„Kwame verður áfram hjá okkur, það er ljóst.'' Sagði Gústi að lokum spurður út í stöðuna á Kwame Quee en hann hefur ekki fengið mínútu hjá Blikum í deildinni.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en Gústi ræðir meðal annars breiddina á hópnum og hvernig þeir fóru að því að vinna Víking.
Athugasemdir