Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   fös 10. maí 2019 22:50
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ætluðum að taka síðustu 5 mínúturnar gegn HK inn í þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gústi var eðlilega sáttur með leik sinna manna gegn Víkingum í dag en þeir voru í hefndarhug eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð.
Leikurinn var í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar og var leikinn á Wurth vellinum í Árbænum þar sem að Kópavogsvöllur er ekki orðinn tilbúinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Já við lögðum leikinn svolítið upp þannig að við ætluðum að taka síðustu fimm mínúturnar úr HK leiknum með okkur inn í leikinn í dag, vera aggressívir og spila góðan fótbolta. Við gerðum það og uppskárum þrjú stig.'' Sagði Gústi strax eftir leik.

„Ég er gríðarlega sáttur með vinnuframlag leikmanna.'' Hélt hann áfram.

„Með því að fara í 3-4-3 verður vinnuframlagið mun betra og við spilum betri pressuvörn og það virkaði mjög vel afþví við vorum að spila á móti hörku liði Víkings sem er búið að standa sig mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum.'' Sagði Gústi spurður út í taktísku breytinguna að fara í 3-4-3.

„Kwame verður áfram hjá okkur, það er ljóst.'' Sagði Gústi að lokum spurður út í stöðuna á Kwame Quee en hann hefur ekki fengið mínútu hjá Blikum í deildinni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en Gústi ræðir meðal annars breiddina á hópnum og hvernig þeir fóru að því að vinna Víking.
Athugasemdir
banner