De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 10. maí 2019 22:50
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Ætluðum að taka síðustu 5 mínúturnar gegn HK inn í þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gústi var eðlilega sáttur með leik sinna manna gegn Víkingum í dag en þeir voru í hefndarhug eftir slakan leik gegn HK í síðustu umferð.
Leikurinn var í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar og var leikinn á Wurth vellinum í Árbænum þar sem að Kópavogsvöllur er ekki orðinn tilbúinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Já við lögðum leikinn svolítið upp þannig að við ætluðum að taka síðustu fimm mínúturnar úr HK leiknum með okkur inn í leikinn í dag, vera aggressívir og spila góðan fótbolta. Við gerðum það og uppskárum þrjú stig.'' Sagði Gústi strax eftir leik.

„Ég er gríðarlega sáttur með vinnuframlag leikmanna.'' Hélt hann áfram.

„Með því að fara í 3-4-3 verður vinnuframlagið mun betra og við spilum betri pressuvörn og það virkaði mjög vel afþví við vorum að spila á móti hörku liði Víkings sem er búið að standa sig mjög vel í fyrstu tveimur leikjunum.'' Sagði Gústi spurður út í taktísku breytinguna að fara í 3-4-3.

„Kwame verður áfram hjá okkur, það er ljóst.'' Sagði Gústi að lokum spurður út í stöðuna á Kwame Quee en hann hefur ekki fengið mínútu hjá Blikum í deildinni.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en Gústi ræðir meðal annars breiddina á hópnum og hvernig þeir fóru að því að vinna Víking.
Athugasemdir
banner
banner
banner