Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   fim 10. september 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mikla reynslu í okkar hóp og það er dýrmætt í öllum landsliðum. Við höfum reynsluna til að takast á við þetta," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð.

„Markmiðið er skýrt og ljóst og hefur verið það frá upphafi. Við viljum komast í úrslitakeppnina á Englandi og þá þurfum við að ná í eins mörg stig á heimavelli og kostur er."

Barbára Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

„Það eru mjög kraftmiklir leikmenn sem koma í fyrsta skipti í okkra hóp úr mjög sterku U19 ára landsliði. Við hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið en við vorum með ákveðið verkefni í gangi með U19 ára landsliðið sem átti að fara í milliriðil í apríl en því var því miður aflýst."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, var ekki valin í hópinn að þessu sinni en hún á átta landsleiki að baki.

„Guðrún var töluvert með okkur á síðasta ári og hefur staðið sig virkilega vel í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún er góður leikmaður eins og margir aðrir leikmenn sem komu til greina. Við töldum þetta besta hópinn en hún kemur til greina."

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnlegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jón Þór nánar um leikina framundan, hópinn og búbbluna sem liðið fer í.
Athugasemdir
banner