Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 10. september 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mikla reynslu í okkar hóp og það er dýrmætt í öllum landsliðum. Við höfum reynsluna til að takast á við þetta," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð.

„Markmiðið er skýrt og ljóst og hefur verið það frá upphafi. Við viljum komast í úrslitakeppnina á Englandi og þá þurfum við að ná í eins mörg stig á heimavelli og kostur er."

Barbára Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

„Það eru mjög kraftmiklir leikmenn sem koma í fyrsta skipti í okkra hóp úr mjög sterku U19 ára landsliði. Við hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið en við vorum með ákveðið verkefni í gangi með U19 ára landsliðið sem átti að fara í milliriðil í apríl en því var því miður aflýst."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, var ekki valin í hópinn að þessu sinni en hún á átta landsleiki að baki.

„Guðrún var töluvert með okkur á síðasta ári og hefur staðið sig virkilega vel í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún er góður leikmaður eins og margir aðrir leikmenn sem komu til greina. Við töldum þetta besta hópinn en hún kemur til greina."

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnlegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jón Þór nánar um leikina framundan, hópinn og búbbluna sem liðið fer í.
Athugasemdir
banner