Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 10. september 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mikla reynslu í okkar hóp og það er dýrmætt í öllum landsliðum. Við höfum reynsluna til að takast á við þetta," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð.

„Markmiðið er skýrt og ljóst og hefur verið það frá upphafi. Við viljum komast í úrslitakeppnina á Englandi og þá þurfum við að ná í eins mörg stig á heimavelli og kostur er."

Barbára Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

„Það eru mjög kraftmiklir leikmenn sem koma í fyrsta skipti í okkra hóp úr mjög sterku U19 ára landsliði. Við hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið en við vorum með ákveðið verkefni í gangi með U19 ára landsliðið sem átti að fara í milliriðil í apríl en því var því miður aflýst."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, var ekki valin í hópinn að þessu sinni en hún á átta landsleiki að baki.

„Guðrún var töluvert með okkur á síðasta ári og hefur staðið sig virkilega vel í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún er góður leikmaður eins og margir aðrir leikmenn sem komu til greina. Við töldum þetta besta hópinn en hún kemur til greina."

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnlegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jón Þór nánar um leikina framundan, hópinn og búbbluna sem liðið fer í.
Athugasemdir
banner
banner
banner