Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 10. september 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mikla reynslu í okkar hóp og það er dýrmætt í öllum landsliðum. Við höfum reynsluna til að takast á við þetta," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð.

„Markmiðið er skýrt og ljóst og hefur verið það frá upphafi. Við viljum komast í úrslitakeppnina á Englandi og þá þurfum við að ná í eins mörg stig á heimavelli og kostur er."

Barbára Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

„Það eru mjög kraftmiklir leikmenn sem koma í fyrsta skipti í okkra hóp úr mjög sterku U19 ára landsliði. Við hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið en við vorum með ákveðið verkefni í gangi með U19 ára landsliðið sem átti að fara í milliriðil í apríl en því var því miður aflýst."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, var ekki valin í hópinn að þessu sinni en hún á átta landsleiki að baki.

„Guðrún var töluvert með okkur á síðasta ári og hefur staðið sig virkilega vel í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún er góður leikmaður eins og margir aðrir leikmenn sem komu til greina. Við töldum þetta besta hópinn en hún kemur til greina."

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnlegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jón Þór nánar um leikina framundan, hópinn og búbbluna sem liðið fer í.
Athugasemdir
banner