Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 10. september 2020 14:19
Magnús Már Einarsson
Jón Þór: Hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið
Icelandair
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með mikla reynslu í okkar hóp og það er dýrmætt í öllum landsliðum. Við höfum reynsluna til að takast á við þetta," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, við Fótbolta.net í dag eftir að hann tilkynnti hópinn fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð.

„Markmiðið er skýrt og ljóst og hefur verið það frá upphafi. Við viljum komast í úrslitakeppnina á Englandi og þá þurfum við að ná í eins mörg stig á heimavelli og kostur er."

Barbára Gísladóttir, bakvörður Selfyssinga, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

„Það eru mjög kraftmiklir leikmenn sem koma í fyrsta skipti í okkra hóp úr mjög sterku U19 ára landsliði. Við hefðum vel getað valið þessa leikmenn fyrr í landsliðið en við vorum með ákveðið verkefni í gangi með U19 ára landsliðið sem átti að fara í milliriðil í apríl en því var því miður aflýst."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgarden, var ekki valin í hópinn að þessu sinni en hún á átta landsleiki að baki.

„Guðrún var töluvert með okkur á síðasta ári og hefur staðið sig virkilega vel í sænsku úrvalsdeildinni á þessu ári. Hún er góður leikmaður eins og margir aðrir leikmenn sem komu til greina. Við töldum þetta besta hópinn en hún kemur til greina."

Hin sextán ára gamla Amanda Andradóttir hefur byrjað vel hjá Nordsjælland í Danmörku og Jón Þór fylgist með henni.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnlegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði Jón Þór.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar ræðir Jón Þór nánar um leikina framundan, hópinn og búbbluna sem liðið fer í.
Athugasemdir
banner