Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 10. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast
Rúnar Már í leik með Astana.
Rúnar Már í leik með Astana.
Mynd: Getty Images
Æskudraumur rættist hjá íslenska landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni á dögunum. Rúnar hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð og hann mætti liðinu í Evrópudeildinni á dögunum með liði sínu Astana.

„Þetta var eitthvað sem maður var ekki endilega að stefna að. Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast en þetta var draumi líkast og stórkostleg upplifun fyrir mig og fjölskylduna," sagði Rúnar en 40 vinir og fjölskyldumeðlimir hans mættu á leikinn á Old Trafford.

Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United sem og 2-1 gegn Partizan Belgrad í síðustu viku en þar skoraði Rúnar mark Astana með glæsilegu langskoti. Með forkeppninni hefur Rúnar skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

„Mér hefur gengið vel í Evrópudeildinni. Liðið er oft stemmdara fyrir þeim leikjum. Það eru stærri leikir fyrir klúbbinn. Það er oft meira undir. Það var mjög svekkjandi að tapa gegn Partizan því ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli verðum við að vera sterkir heima," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Rúnar en þar ræðir hann meira um Manchester United og Evrópudeildina. Hér að neðan er viðtal við hann um landsleikinn gegn Frökkum á morgun.
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Athugasemdir
banner
banner
banner