Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fim 10. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast
Æskudraumur rættist hjá íslenska landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni á dögunum. Rúnar hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð og hann mætti liðinu í Evrópudeildinni á dögunum með liði sínu Astana.

„Þetta var eitthvað sem maður var ekki endilega að stefna að. Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast en þetta var draumi líkast og stórkostleg upplifun fyrir mig og fjölskylduna," sagði Rúnar en 40 vinir og fjölskyldumeðlimir hans mættu á leikinn á Old Trafford.

Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United sem og 2-1 gegn Partizan Belgrad í síðustu viku en þar skoraði Rúnar mark Astana með glæsilegu langskoti. Með forkeppninni hefur Rúnar skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

„Mér hefur gengið vel í Evrópudeildinni. Liðið er oft stemmdara fyrir þeim leikjum. Það eru stærri leikir fyrir klúbbinn. Það er oft meira undir. Það var mjög svekkjandi að tapa gegn Partizan því ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli verðum við að vera sterkir heima," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Rúnar en þar ræðir hann meira um Manchester United og Evrópudeildina. Hér að neðan er viðtal við hann um landsleikinn gegn Frökkum á morgun.
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Athugasemdir