Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
banner
   fim 10. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast
Æskudraumur rættist hjá íslenska landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni á dögunum. Rúnar hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð og hann mætti liðinu í Evrópudeildinni á dögunum með liði sínu Astana.

„Þetta var eitthvað sem maður var ekki endilega að stefna að. Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast en þetta var draumi líkast og stórkostleg upplifun fyrir mig og fjölskylduna," sagði Rúnar en 40 vinir og fjölskyldumeðlimir hans mættu á leikinn á Old Trafford.

Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United sem og 2-1 gegn Partizan Belgrad í síðustu viku en þar skoraði Rúnar mark Astana með glæsilegu langskoti. Með forkeppninni hefur Rúnar skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

„Mér hefur gengið vel í Evrópudeildinni. Liðið er oft stemmdara fyrir þeim leikjum. Það eru stærri leikir fyrir klúbbinn. Það er oft meira undir. Það var mjög svekkjandi að tapa gegn Partizan því ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli verðum við að vera sterkir heima," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Rúnar en þar ræðir hann meira um Manchester United og Evrópudeildina. Hér að neðan er viðtal við hann um landsleikinn gegn Frökkum á morgun.
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Athugasemdir