Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fim 10. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már: Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast
Æskudraumur rættist hjá íslenska landsliðsmanninum Rúnari Má Sigurjónssyni á dögunum. Rúnar hefur verið harður stuðningsmaður Manchester United alla tíð og hann mætti liðinu í Evrópudeildinni á dögunum með liði sínu Astana.

„Þetta var eitthvað sem maður var ekki endilega að stefna að. Maður bjóst ekki við að þetta myndi gerast en þetta var draumi líkast og stórkostleg upplifun fyrir mig og fjölskylduna," sagði Rúnar en 40 vinir og fjölskyldumeðlimir hans mættu á leikinn á Old Trafford.

Astana tapaði 1-0 gegn Manchester United sem og 2-1 gegn Partizan Belgrad í síðustu viku en þar skoraði Rúnar mark Astana með glæsilegu langskoti. Með forkeppninni hefur Rúnar skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á þessu tímabili.

„Mér hefur gengið vel í Evrópudeildinni. Liðið er oft stemmdara fyrir þeim leikjum. Það eru stærri leikir fyrir klúbbinn. Það er oft meira undir. Það var mjög svekkjandi að tapa gegn Partizan því ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli verðum við að vera sterkir heima," sagði Rúnar.

Hér að ofan má sjá nánara viðtal við Rúnar en þar ræðir hann meira um Manchester United og Evrópudeildina. Hér að neðan er viðtal við hann um landsleikinn gegn Frökkum á morgun.
Rúnar fær reglulega skilaboð frá Frökkum eftir tæklinguna á Mbappe
Athugasemdir
banner